Pólitísk sátt um stjórnarskrá

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Árni Torfason

Það er halli á ríkisfjármálunum og hvernig ætlar ríkisstjórnin að taka á þeim halla, spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 

Hún sagði að bara eitt væri í boði af hálfu ríkisstjórnarinnar og það væri að hækka skatta. Sjálfstæðisflokkurinn gæti ekki stutt það að stórauknum byrðum yrði velt á heimili landsins. 

Þorgerður sagði að vissulega hafi verið gerð mistök frá því allt fór í óefni í efnahagslífinu, ekki síst í aðdraganda bankahrunsins. Upplýsingagjöf hefði t.d. mátt vera betri. Hún sagði hins vegar að sagan myndi sýna að á fyrstu dögum hrunsins hafi verið unnið þrekvirki og forðað því að ekki fór verr.

Þorgerður vék að breytingum á stjórnarskránni. Hún sagði að endurskoðun á henni mætti ekki ráðast af hvatvísi. Stjórnarskráin ætti að vera yfir það hafin að breytast eftir tískubylgjum. Hún sagði forsendu þess að stjórnarskráin nyti trausts að um breytingar á henni væri pólitísk sátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert