Mikil umskipti í íslenskum stjórnmálum

Unnið að því að hreinsa Alþingishúsið eftir mótmælaaðgerðir í janúar.
Unnið að því að hreinsa Alþingishúsið eftir mótmælaaðgerðir í janúar. mbl.is/hag

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, sagði í upphafi þingfundar á Alþingi að mikil umskipti hefðu orðið í íslenskum stjórnmálum að undanförnu. Sagðist hann hafa verið mjög hugsi yfir atburðum síðustu vikna við Alþingishúsið og sagðist vona að þeir boði ekki nýja siði í stjórnmálum.  

Sturla  sagði, að mikil umskipti hefðu orðið í íslenskum stjórnmálum að undanförnu. Þá sagðist hann hafa verið mjög hugsi yfir atburðum síðustu vikna við Alþingishúsið þar sem veggir hefðu verið útbíaðir, rúður brotnar og ruðst inn í húsið með ofbeldi.

„Við hljótum að harma þessa atburði," sagði Sturla. Hann sagði að Íslendingar hafi mótað sér leikreglur í samfélaginu á löngum tíma. Þeim mætti breyta en menn verði að fara með friði, annars sé voðinn vís.

„Ég vona að atburðirnir boði ekki nýja siði í stjórnmálum," sagði Sturla og bætti við að Alþingi væri hornsteinn íslenskrar stjórnskipunar og standa yrði vörð um stofnunina.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert