Bloggari rekinn fyrir skrif

Halldór Kristinn Björnsson bifvélavirki var rekinn úr starfi hjá fyrirtækinu Toyota eftir að hann skrifaði færslu á bloggsíðu sína um að forstjóri fyrirtækisins hefði fengið endurnýjaða fjórtán milljóna króna bifreið sína á kostnað fyrirtækisins meðan aðrir starfsmenn urðu fyrir barðinu á niðurskurði. Halldór nefndi ekki fyrirtækið á nafn eða yfirmenn þess í bloggfærslunni örlagaríku.

Haraldur Þór Stefánsson framkvæmdastjóri hjá Toyota vildi ekki tjá sig um brottrekstur Halldórs og sagði að það væri ekki venjan að yfirmenn tjáðu sig um samskipti við einstaka starfsmenn. Halldór segist hafa fengið þær skýringar við brottreksturinn að hann væri látinn fara vegna skrifanna en eftir að hann bað formlega um ástæðu var það ekki tilgreint sem ástæða heldur meðal annars skortur á virðingu fyrir vinnufélögum. Sjá MBL sjónvarp.

Bloggsíða Halldórs Kristins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert