Óánægð með Landsbankastjóra

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að skipan nýs bankastjóra í Landsbankanum í gær hafi valdið henni miklum vonbrigðum. Ásmundur Stefánsson var þá skipaður bankastjóri til bráðabirgða.

Jóhanna segir að bankaráðið hafi mátt vita og sá sem skipaður var að það sé vilji ríkisstjórnarinnar að auglýsa slíkar stöður. Reynt verði að fá þessari ákvörðun hnekkt þar sem hún gangi gegn  vilja ríkisstjórnarinnar.

Sjá nánar viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur á MBL sjónvarpi.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert