Birna er ein í blokkinni

Birna Sverrisdóttir
Birna Sverrisdóttir Haraldur Þór Stefánsson

Birna Sverrisdóttir flutti inn í íbúð á fyrstu hæð í sjö hæða blokk í Grindavík í miklum flýti á Þorláksmessu árið 2007. Hún hefur haft blokkina út af fyrir sig síðan þá og segir að það væsi ekkert um sig, þó að vissulega hefði hún viljað sjá lóðina klárast í kringum húsið – aðkoman sé leiðinleg. „En ég er með fullt af geymslum og nýti mér þær í staðinn!“

Hún heldur sér í þjálfun með því að hlaupa með Palla, hundinum sínum, upp og niður stiga hússins, og segist alveg laus við alla taugaveiklun og móðursýki. „Ég segi það ekki, að þegar ég vaknaði við jarðskjálftana í fyrra leit ég upp og hugsaði: „Jæja, er ég að fá sjö hæðir ofan á mig?““

Ekki verður af því að reist verði bílageymsla, eins og til stóð, og enn hefur ekki verið sett upp dyrabjöllukerfi í blokkinni.

„Mér var gefin þráð laus dyrabjalla fyrir jólin,“ segir hún. „En ég er svo lánsöm að ég geng beint inn í mína íbúð úr ganginum við útidyrnar. Og ég er hálfgerður vaktmaður, ef ég heyri þrusk, þá athuga ég hvað er á seyði. Það versta er kannski það, að hér eru ekki komin nein útidyraljós, þannig að þetta er eins og myrkrahellir þegar ég kem heim á kvöldin. En ég hef meiri áhyggjur af fólki sem ætlar að heimsækja mig en sjálfri mér.“

Og sagan um Birnu og blokkina er farin að berast um Suðurnesin. „Þegar ég fór nýlega til Keflavíkur og rétti fram kreditkortið leit afgreiðslumað urinn á mig og sagði: „Já, svo þú ert Birna í blokkinni!“

Birna segir frá lífinu í „blokkinni sinni“ í Morgunblaðinu morgun, sunnudag, árunum í Ástralíu, veikindum og fráfalli eiginmanns síns, börnunum og barnabörnunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert