Öld testósterónsins lokið

Breska dagblaðið The Times birtir í dag grein um efnahagskreppuna hér á landi undir fyrirsögninni: Öld testósterónsins lokið á Íslandi.

Í greininni segir að Ísland, sem hafi gengið í gegnum eldgos og náttúruhamfarir um aldir, megi nú þola svo miklar hamfarir af mannavöldum að konurnar séu að taka við völdunum.

Í greininni er meðal annars fjallað um Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og tekið fram að helmingur ráðherranna sé konur, auk þess sem margir ráðgjafar þeirra séu konur og konur stjórni tveimur bankanna.

Að sögn blaðamannsins, Rogers Boyes, leikur enginn vafi á því að kynjabylting sé hafin á Íslandi. Hann hefur eftir viðmælendum sínum að rekja megi efnahagskreppuna til þess að of margir karlmenn með yfirdrifna testósterónframleiðslu hafi misst dómgreindina og tekið of mikla áhættu.

Frétt The Times

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert