Samkeppni um skipulag gömlu hafnarinnar

Hugmyndasamkeppni verður um skipulag gömlu hafnarinnar í Reykjavík
Hugmyndasamkeppni verður um skipulag gömlu hafnarinnar í Reykjavík

Stjórn Faxaflóahafna sf. efnir í vetur til hugmyndasamkeppni í samvinnu við Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands um skipulag gömlu hafnarinnar í Reykjavík á svæði sem nær frá Ingólfsgarði og vestur í Örfirisey, norðan Kalkofnsvegar, Geirsgötu og Mýrargötu.

Samkeppnin verður öllum opin, annars vegar arkitektum, skipulagsfræðingum og öðru fagfólki sem ætlað er að skili tillögum um skipulag en hins vegar almenningi sem býðst að koma á framfæri hvers kyns hugmyndum og ábendingum sem nýta má við skipulagsvinnu á svæðinu, samkvæmt tilkynningu.

Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til samkeppni um heildarskipulag gömlu hafnarinnar og Örfiriseyjar í Reykjavík. Stefnt er að því að samkeppnislýsing verði birt fyrir lok mars, skilafrestur renni út í júlí og úrslit verði kynnt síðsumars 2009.

Dómnefnd skipar bestu tillögunum í verðlaunasæti og veitir viðurkenningar að auki ef ástæða þykir til. Vegleg verðlaun eru í boði. Gert er ráð fyrir að nýta verðlaunatillögurnar í frekari vinnu við heildarskipulag hafnarsvæðisins og þær verða jafnframt innlegg í umræðu um endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur.

Sjá nánar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert