Fundu 200 kannabisplöntur

Lögreglan lagði hald á 200 kannabisplöntur í húsi í miðbænum. …
Lögreglan lagði hald á 200 kannabisplöntur í húsi í miðbænum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í miðborginni eftir hádegi á föstudag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust rúmlega 200 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknar málsins.

Í framhaldinu voru framkvæmdar húsleitir á tveimur öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Á öðrum þeirra fundust ætluð fíkniefni og talsverðir fjármunir sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Húsleitirnar voru framkvæmdar að undangengnum dómsúrskurði.
 
 
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert