Fréttaskýring: Seðlabankastjórar telja að sér vegið

Bankastjórn Seðlabanka Íslands. f.v. Ingimundur Friðriksson, sem baðst lausnar um ...
Bankastjórn Seðlabanka Íslands. f.v. Ingimundur Friðriksson, sem baðst lausnar um helgina, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson. mbl.is/Golli

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra deilir nú harðlega við Davíð Oddsson, formann bankastjórnar Seðlabanka Íslands, vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um Seðlabankann. Jóhanna óskaði eftir því að seðlabankastjórarnir þrír, Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson, hættu störfum. Ingimundur ætlar að hætta en hinir ætla ekki að verða við beiðni Jóhönnu. Ingimundur segir í bréfi sem hann sendi Jóhönnu að hann telji vegið að starfsheiðri sínum.

Í bréfi sem Jóhanna sendi stjórnarmönnum Seðlabankans sagði hún beiðni sína um að þeir vikju úr stjórninni byggjast á því að nauðsynlegt væri að byggja upp trúverðugleika á Seðlabankanum og íslensku efnahagslífi.

Fara með nýjum lögum

Líklegt verður að teljast að lyktir þessarar deilu verði þær að stjórn Seðlabankans hætti störfum og nýr bankastjóri verði skipaður á grunni nýrra laga sem bíða þess að verða samþykkt á Alþingi. Frumvarpið sem viðskiptanefnd á eftir að fjalla um gerir ráð fyrir að einn seðlabankastjóri verði skipaður til sjö ára í senn að undangenginni auglýsingu. Sá sem gegnir stöðu seðlabankastjóra verður að vera með meistarapróf í hagfræði samkvæmt frumvarpinu.

Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá Bandalagi háskólamanna, segir embættismenn, eins og þá sem eru í stjórn Seðlabankans, hafa rík réttindi sem stjórnvöldum beri að virða. Hins vegar geti lagabreytingar breytt miklu. „Ef störfin eru lögð niður þá eiga embættismenn biðlaunarétt, samkvæmt lögum frá 1996. Við höfum fundið töluvert fyrir því að undanförnu að ríkisstarfsmenn eru að kanna réttarstöðu sína gagnvart því ef störf þeirra eru lögð niður,“ segir Erna. Biðlaun embættismanna geta verið til allt að tólf mánaða eftir að störfin eru lögð niður, að sögn Ernu.

„Það er heldur ekki óeðlilegt að ríkisstarfsmenn skoði stöðu sína í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í þjóðfélaginu, sem fylgir mikill niðurskurður hjá hinu opinbera. Þá eykur óróinn í stjórnmálalífi landsins eflaust óöryggi hjá mörgum opinberum starfsmönnum.“

Álitamál getur verið á hvaða forsendum lagabreytingarnar eru gerðar og þá hvort réttlætanlegt sé að skipta út embættismönnum á grundvelli þeirra. Ljóst er þó að réttur stjórnvalda til þess að skipta út starfsfólki hjá æðstu stofnunum ríkisins er ótvíræður ef skilyrði lögum samkvæmt eru uppfyllt. Tilgangurinn með aðgerðum ríkisstjórnarinnar, að tillögu forsætisráðherra nú, er sagður sá að efla traust á bankanum og aðgerðum hans og ekki síður á íslensku efnahagslífi í heild. Á þeim forsendum hvílir mikilvægi lagabreytinganna að mati ríkisstjórnarinnar sem þegar hefur afgreitt frumvarpið.

Bréfin ganga enn á milli

Jóhanna sendi Ingimundi Friðrikssyni og Eiríki Guðnasyni bréf í gær, þar sem hún ítrekaði að þeir hefðu ekkert sér til saka unnið og væru hæfir til þess að sinna sínum störfum. Engar fréttir bárust af frekari bréfasendingum til Davíðs.

Samþykkti Jóhanna breytingar á lögunum 2001?

Jóhanna Sigurðardóttir kom að breytingum á lögum um Seðlabanka Íslands árið 2001 og samþykkti þær breytingar sem þá voru gerðar. Þær áttu fyrst og fremst að miða að því að auka sjálfstæði Seðlabankans.

Gagnrýndi fyrri lög

Jóhanna gagnrýndi hvernig lögin voru áður en þeim var breytt og sagði ráðherra þá vera í stöðu til að ráðskast með Seðlabankann. Meðal annars á grundvelli þess að hægt var að ráða þá í stuttan tíma. Hún sagði á vefsíðu sinni af þessu tilefni: „Þetta getur varla þýtt annað á mæltu máli en að ef bankastjórinn fer ekki í einu og öllu að því sem forsætisráðherra segir þá eigi hann það á hættu að vera látinn fjúka. Eðlilegri stjórnsýsluhættir væri að bankaráðið réði sjálft einn bankastjóra sem ábyrgð bæri gagnvart bankaráði, sem gæti þá látið hann fara ef hann væri ekki starfinu vaxinn, frekar en að hann sé háður duttlungum og geðþóttaákvörðun ráðherra á hverjum tíma.“

Innlent »

Hrundi úr hillum og brotnaði

Í gær, 22:37 Jarðfræðingurinn Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem er yfir neyðarvörnum hjá Rauða krossinum á Suðurlandi, varð vel var við jarðskjálftana nú í kvöld. „Þá drundi í öllu og hristist allt og það hrundi hér úr hillum og brotnaði aðeins,“ segir Sigurjón sem á von á fleiri skjálftum. Meira »

Jörð skelfur við Selfoss

Í gær, 21:39 Klukkan 21:50 í kvöld varð jarðskjálfti af stærð 3,4 norðaustur af Selfossi og hafa tilkynningar borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist vel á Selfossi og í nágrenni. Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu frá því um kl. 16:00 í dag. Meira »

Eldur í ruslageymslu

Í gær, 21:13 Eldur kom upp í ruslageymslu í Sólheimum á níunda tímanum í kvöld. Einn slökkvibíll var sendur á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Erlendir göngu-hrólfar nánast einir um hituna

Í gær, 21:00 Þátttaka útlendinga í gönguferðum um Laugaveginn, úr Landmannalaugum í Þórsmörk, hefur aukist með hverju árinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að á nýliðnu sumri hafi hlutfall þeirra verið allt að 95% af um tólf þúsund sem fóru þessa vinsælu gönguleið. Meira »

Ætlaði sér aldrei að ná sátt um málið

Í gær, 20:46 Formaður nefndar um sátt í sjávarútvegi ætlaði aldrei að skapa neina sátt um sjávarútveg, heldur ætlaði hann að reka fleyg í ríkisstjórnarsamstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þetta segir Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Meira »

Ísland þarf á fjölbreytninni að halda

Í gær, 20:20 „Við lítum á þetta sem annan stærsta viðburðinn í sögu skólans síðan hann var stofnaður. Skólinn var stofnaður fyrir 30 árum og nú erum við komin með doktorsnámið. Þetta eru tveir stærstu viðburðirnir.“ Þetta segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Meira »

Ákærðir fyrir 125 milljóna skattsvik

Í gær, 19:50 Embætti héraðssaksaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur tveimur karlmönnum á fimmtugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum upp á samtals 125 milljónir króna á árunum 2011 til 2013. Meira »

Vill 600 m. kr. fyrir hjúkrunarfræðinga

Í gær, 19:57 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir nauðsynlegt að Landspítalinn fái 600 m.kr. í fjárlögum 2018 til að bæta kjör og vinnutíma hjúkrunarfræðinga. Þá fagnar hann skýrslu Ríkisendurskoðunar og telur hana sýna fram á þann mikla skort á hjúkrunarfræðingum sem fram undan er. Meira »

Nota tölfræði beint í stefnumótun

Í gær, 19:45 Á hverju ári berast um 80 þúsund slysaskýrslur til Neytenda- og öryggisstofnunar Hollands. Markvisst hefur verið unnið úr þeim og tölfræði gerð aðgengileg sem leiðir til þess að auðveldara er að taka stefnumótandi ákvarðanir í slysavörnum, en slíkt getur reynst erfitt hér vegna skorts á tölfræði. Meira »

Vann 5,1 milljarð í Eurojackpot

Í gær, 19:38 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúmlega 5,1 millj­arði króna rík­ari eft­ir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinn­ing­inn óskipt­an. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Finnlandi. Meira »

Óæskilegt að setja lög í óðagoti

Í gær, 18:50 Setning bráðabirgðalaga til að flýta fyrir lögbannsmáli Stundarinnar og RME er slæm hugmynd út frá sjónarmiðum um þrígreiningu ríkisvaldsins að mati lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Meira »

Fylgi VG og Sjálfstæðisflokks jafnt

Í gær, 18:40 Fylgi Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokksins mælist jafnt í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur er á vef RÚV. Mælast Vinstri-græn með rúmlega 23% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 23% fylgi. Munurinn telst innan skekkjumarka. Meira »

Er hurðin að klaustrinu fundin?

Í gær, 18:30 „Það hníga veigamikil rök að því að Valþjófsstaðarhurðin hafi í raun komið frá klaustri sem Jón Loftsson í Odda stofnaði að Keldum á Rangárvöllum árið 1193.“ Þannig kemst Steinunn Kristjánsdóttir að orði þegar hún réttir blaðamanni eintak af nýrri bók sem hún hefur ritað. Meira »

Viðgerð á Herjólfi tefst enn

Í gær, 17:29 Herjólfur fer ekki í viðgerð í nóvember líkt og til stóð, en fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Vegagerðin hafi gengið frá leigu á norsku ferjunni BODÖ áður en í ljós kom að rekstaraðili Herjólfs, Eimskip, getur ekki staðið við þá áætlun að gera við Herjólf á þeim tíma sem ráðgert var. Meira »

Creditinfo brugðust strax við úrskurði

Í gær, 15:15 Creditinfo hefur nú þegar gert breytingar á mati á lánshæfi einstaklinga í samræmi við kröfu Persónuverndar í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Í úrskurðinum komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki mætti nota uppflettingar innheimtuaðila í vanskilaskrá við gerð skýrslna um lánshæfismöt. Meira »

„Við getum gert allt betur“

Í gær, 17:58 Kostnaður við slys á Íslandi er árlega allt að 100 milljarðar. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert til að uppfæra Slysaskráningu Íslands í 20 ár og eru skráningar þar að mestu handvirkar. Því reynist erfitt að sækja gögn í kerfið og greina hvar sækja megi fram í slysavörnum til að fækka slysum. Meira »

Blekkingaleiknum vonandi lokið

Í gær, 17:11 Náttúruverndarsamtök Íslands segja að legið hafi fyrir í tvö ár að Ísland geti ekki staðið við skuldbindingar sínar á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar. Vonandi sé því nú lokið þeim blekkingarleik stjórnvalda og stóriðju- og orkufyrirtækja að Íslendingar séu heimsmeistarar í hreinni orku. Meira »

Kosningaspegill mbl.is 2017

Í gær, 15:13 Vilt þú sjá verðtrygginguna fara veg allrar veraldar? Kasta krónunni? Kaupa áfengi í matvöruverslunum? Nú getur þú komist að því hvernig skoðanir þínar ríma við afstöðu stjórnmálaflokkanna í laufléttum kosningaleik mbl.is. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
úngbarna baðborð með fjórum skúffum
er með nýlegt úngbarnabaðborð með fjórum skúffum.sími 869-2798 verð 5000 kr...
Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...