Fréttaskýring: Seðlabankastjórar telja að sér vegið

Bankastjórn Seðlabanka Íslands. f.v. Ingimundur Friðriksson, sem baðst lausnar um ...
Bankastjórn Seðlabanka Íslands. f.v. Ingimundur Friðriksson, sem baðst lausnar um helgina, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson. mbl.is/Golli

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra deilir nú harðlega við Davíð Oddsson, formann bankastjórnar Seðlabanka Íslands, vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um Seðlabankann. Jóhanna óskaði eftir því að seðlabankastjórarnir þrír, Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson, hættu störfum. Ingimundur ætlar að hætta en hinir ætla ekki að verða við beiðni Jóhönnu. Ingimundur segir í bréfi sem hann sendi Jóhönnu að hann telji vegið að starfsheiðri sínum.

Í bréfi sem Jóhanna sendi stjórnarmönnum Seðlabankans sagði hún beiðni sína um að þeir vikju úr stjórninni byggjast á því að nauðsynlegt væri að byggja upp trúverðugleika á Seðlabankanum og íslensku efnahagslífi.

Fara með nýjum lögum

Líklegt verður að teljast að lyktir þessarar deilu verði þær að stjórn Seðlabankans hætti störfum og nýr bankastjóri verði skipaður á grunni nýrra laga sem bíða þess að verða samþykkt á Alþingi. Frumvarpið sem viðskiptanefnd á eftir að fjalla um gerir ráð fyrir að einn seðlabankastjóri verði skipaður til sjö ára í senn að undangenginni auglýsingu. Sá sem gegnir stöðu seðlabankastjóra verður að vera með meistarapróf í hagfræði samkvæmt frumvarpinu.

Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá Bandalagi háskólamanna, segir embættismenn, eins og þá sem eru í stjórn Seðlabankans, hafa rík réttindi sem stjórnvöldum beri að virða. Hins vegar geti lagabreytingar breytt miklu. „Ef störfin eru lögð niður þá eiga embættismenn biðlaunarétt, samkvæmt lögum frá 1996. Við höfum fundið töluvert fyrir því að undanförnu að ríkisstarfsmenn eru að kanna réttarstöðu sína gagnvart því ef störf þeirra eru lögð niður,“ segir Erna. Biðlaun embættismanna geta verið til allt að tólf mánaða eftir að störfin eru lögð niður, að sögn Ernu.

„Það er heldur ekki óeðlilegt að ríkisstarfsmenn skoði stöðu sína í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í þjóðfélaginu, sem fylgir mikill niðurskurður hjá hinu opinbera. Þá eykur óróinn í stjórnmálalífi landsins eflaust óöryggi hjá mörgum opinberum starfsmönnum.“

Álitamál getur verið á hvaða forsendum lagabreytingarnar eru gerðar og þá hvort réttlætanlegt sé að skipta út embættismönnum á grundvelli þeirra. Ljóst er þó að réttur stjórnvalda til þess að skipta út starfsfólki hjá æðstu stofnunum ríkisins er ótvíræður ef skilyrði lögum samkvæmt eru uppfyllt. Tilgangurinn með aðgerðum ríkisstjórnarinnar, að tillögu forsætisráðherra nú, er sagður sá að efla traust á bankanum og aðgerðum hans og ekki síður á íslensku efnahagslífi í heild. Á þeim forsendum hvílir mikilvægi lagabreytinganna að mati ríkisstjórnarinnar sem þegar hefur afgreitt frumvarpið.

Bréfin ganga enn á milli

Jóhanna sendi Ingimundi Friðrikssyni og Eiríki Guðnasyni bréf í gær, þar sem hún ítrekaði að þeir hefðu ekkert sér til saka unnið og væru hæfir til þess að sinna sínum störfum. Engar fréttir bárust af frekari bréfasendingum til Davíðs.

Samþykkti Jóhanna breytingar á lögunum 2001?

Jóhanna Sigurðardóttir kom að breytingum á lögum um Seðlabanka Íslands árið 2001 og samþykkti þær breytingar sem þá voru gerðar. Þær áttu fyrst og fremst að miða að því að auka sjálfstæði Seðlabankans.

Gagnrýndi fyrri lög

Jóhanna gagnrýndi hvernig lögin voru áður en þeim var breytt og sagði ráðherra þá vera í stöðu til að ráðskast með Seðlabankann. Meðal annars á grundvelli þess að hægt var að ráða þá í stuttan tíma. Hún sagði á vefsíðu sinni af þessu tilefni: „Þetta getur varla þýtt annað á mæltu máli en að ef bankastjórinn fer ekki í einu og öllu að því sem forsætisráðherra segir þá eigi hann það á hættu að vera látinn fjúka. Eðlilegri stjórnsýsluhættir væri að bankaráðið réði sjálft einn bankastjóra sem ábyrgð bæri gagnvart bankaráði, sem gæti þá látið hann fara ef hann væri ekki starfinu vaxinn, frekar en að hann sé háður duttlungum og geðþóttaákvörðun ráðherra á hverjum tíma.“

Innlent »

Fluttu fólk til byggða en skildu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

Í gær, 20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

Í gær, 20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

Í gær, 20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

Í gær, 18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

Í gær, 19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

Í gær, 18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

Í gær, 18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

Í gær, 17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

Í gær, 17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Löggan tístir á Twitter

Í gær, 17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

Í gær, 16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

Í gær, 15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

Í gær, 17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

Í gær, 16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

Í gær, 15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
 
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...