Davíð Oddsson á vafasömum lista

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson. Reuters

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, er á lista tímaritsins Time yfir 25 einstaklinga sem eiga sök á fjármálakreppunni. Listinn er birtur á forsíðu vefútgáfu Time.

Lesendur geta jafnframt tekið þátt í kosningu og gefið viðkomandi einkunn frá 1-10, þ.e. hvort hann sé sekur eða saklaus.

Meðal annarra á listanum eru fyrrum Bandaríkjaforsetarnir Bill Clinton og George Bush, Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Wen Jiabao, forseti Kína, Bernard Madoff og bandarískir neytendur.

Listi Time.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert