Geir: Tek minn hluta af ábyrgðinni

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde mbl.is/Kristinn

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við þáttinn Hard Talk á BBC í dag, að íslensk stjórnvöld og forsvarsmenn íslensku bankanna hafi talið að fjármögnun þeirra væri í góðu lagi. Það hafi hins vegar breyst með falli Lehman Brothers. Geir sagði í viðtalinu að hann taki sinn hluta af ábyrgðinni á fallinu en það sé ekki tímabært að biðja afsökunar.

Geir sagði að það væri hlutverk sérstaks saksóknara að finna út hvar ábyrgðin liggur.  Stephen Sackur, þáttastjórnandi Hard Talk, spurði Geir út í orð Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, um að hann hefði ítrekað varað við því sem gæti gerst. Geir sagðist ekki geta staðfest það að Davíð hafi varað hann persónulega við mögulegu hruni.

Sackur fór yfir það sem sagt hafi verið og hvað hafi reynst rétt, til að mynda lán frá Rússum. Geir sagði að lán Rússanna hafi síðar komið til sem hluti af láni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, að vísu mun lægra lán heldur en áður hafði verið talað um.

Hefur ekki rætt við Brown frá setningu hryðjuverkalaganna

Geir sagði að breska yfirvöld hefðu aldrei brugðist við á sama hátt og þau gerðu gagnvart Íslandi ef um stærra land hefði verið að ræða, til að mynda ef franskur eða þýskur banki hefði farið á hliðina líkt og Landsbankinn. Aðspurður sagði Geir að hann hefði ekki rætt við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, frá setningu hryðjuverkalaganna gagnvart Íslandi. „Ég hefði kannski átt að gera það."

Hann segir að aðgerðir breskra stjórnvalda hafi haft mjög skaðleg áhrif á íslensk inn- og útflutningsfyrirtæki.

Sackur spurði Geir hvort hann væri reiðubúinn til þess að biðja íslensku þjóðina afsökunar. Að sögn Geirs var það sem íslensk stjórnvöld gátu gert var að koma starfsemi bankanna af stað á ný. Hann viðurkenndi að það hafi verið mistök að íslenska útrásin var jafn mikil og raun bar vitni. Það séu hins vegar mistök bankanna.

Geir staðfesti að Ísland væri í alvarlegri efnahagskreppu. Hann teldi hins vegar að það það þyrfti ekki að taka meira en tvö ár til að rétta úr kútnum. Hvað varði mögulega aðild að Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu sagði Geir að það sé eitthvað sem þurfi að skoða gaumgæfilega. Hann sagðist hins vegar ekki vera reiðubúinn til þess að breyta um stefnu og segja að Ísland eigi að ganga í ESB. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Líkir búnaði Engeyjar RE við komu skuttogaranna

08:18 Engey RE kom í gær úr sinni fyrstu veiðiferð og sjálfvirkt lestarkerfi frá Skaganum 3X reyndist vel í túrnum sem og búnaður á vinnsludekki. Meira »

Stefna á að tvöfalda starfsemina á Íslandi

08:08 andaríska tæknifyrirtækið NetApp sér gríðarlega möguleika í hugbúnaði Greenqloud og stefnir á að tvöfalda starfsmannafjölda á árinu. Vandasamt gæti þó orðið að ráða svo marga forritara og hugbúnaðarverkfræðinga á svo skömmum tíma. Meira »

4.000 heimsóknir

07:57 Sviðsljós Eftirlit á vegum ríkisskattstjóra á vinnustöðum og með heimsóknum í fyrirtæki hefur skilað ágætum árangri á árinu og það sem af er sumri. Meira »

Dísa leitar að sandi í Fossafirði

07:37 Orkustofnun hefur veitt Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til tilraunatöku á möl og sandi af hafsbotni á svæði úti af mynni Fossár í botni Fossfjarðar við Arnarfjörð. Meira »

Spá 18 stiga hita í dag

07:18 Spáin gerir ráð fyrir hægum vind í dag og að það verði skýjað með köflum. Hitinn verður 8 til 18 stiga í dag, hlýjast inn til landsins. Búast má við þokulofti við sjávarsíðuna, einkum í vestan golu við Faxaflóa seinnipartinn. Meira »

Óhæfur vegna veikinda

06:02 Ökumaður sem olli umferðaróhappi í Sólheimum um níu leytið í gærkvöldi var færður á lögreglustöð þar sem læknir kom og mat ökumanninn óhæfan til að stjórna ökutæki vegna veikinda.   Meira »

Konurnar fundnar heilar á húfi

05:41 Gönguhópur fann konurnar þrjár sem var í gærkvöldi á gönguleið við Skalla sunnan Landmannalauga um tvö leytið í nótt. Konurnar voru kaldar en að öðru leyti amaði ekkert að þeim. Meira »

Tafir á dreifingu Morgunblaðsins

05:46 Tafir verða á dreifingu Morgunblaðsins í dag vegna bilunar í prentsmiðju. Byrjað er að dreifa blaðinu á höfuðborgarsvæðinu en ljóst að einhverjir fá blaðið sitt seinna en venjulega. Meira »

BRCA-konur hafa val

05:30 Konur sem eru með BRCA-stökkbreytingu í genum sem eykur áhættuna á að fá krabbamein í brjóst og eggjastokka geta nú farið í fyrirbyggjandi brjóstnám og uppbyggingu á Klíníkina í Ármúla og fengið það greitt af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Meira »

20 stiga hitamúr féll í gær

05:30 Í gærdag fór hiti í fyrsta sinn í ágústmánuði þetta árið í 20 gráður. Þetta var í Mörk í Landsveit þar sem er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Í gær var heiðríkja á Suðurlandi og sólin sendi heita geisla sína yfir landið. Meira »

Festir ræðir við erlenda hótelkeðju

05:30 Festir fasteignafélag ræðir nú við erlenda hótelkeðju um leigu á Suðurlandsbraut 18. Breytingar á byggingunni eru í undirbúningi og hafa leigutakar flutt úr húsinu. Meira »

Rétt að afhenda RÚV tölvupósta

05:30 Vegglistaverk á Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í Reykjavík hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Málað var yfir verkið í síðasta mánuði og í kjölfarið var deilt um ástæður þess og hver bæri ábyrgð. Meira »

Þörf á fleiri úrræðum í skólunum

05:30 Staðan í sveitarfélögum utan Reykjavíkurborgar um pláss fyrir nemendur sem eru með hegðunar-, geðræna- eða félagslega erfiðleika í sérskólum eða sérdeildum innan grunnskóla er misjöfn, segir Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Ófyrirséðar afleiðingar af Costco

05:30 Jón Gerald Sullenberger í Kosti hefur velt fyrir sér þeirri ákvörðun yfirvalda að leyfa risaverslun eins og Costco að koma inn á þann örmarkað sem Ísland er. Meira »

Mega flytja mjaldra til Eyja

Í gær, 21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Reyndi svik í nafni Costco

05:30 Blaðamanni á Morgunblaðinu barst nýlega tölvupóstur frá „hr. Lee Clark“, sem kvaðst vera innkaupastjóri hjá Costco í Bretlandi. Meira »

Leitað að þremur ferðakonum

01:43 Björgunarsveitir á Suðurlandi leita nú þriggja spænskra ferðakvenna nærri Landmannalaugum. Rúmlega tuttugu manns eru farnir af stað og leit hafin. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

Í gær, 21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Heima er best
Bækur til sölu Heima er best, 1. - 45. árg. í möppum. Verð 35 þús. Upplýsingar í...
Hyundai Getz 2008
Til sölu Hyundai Getz, 2008 árgerð. Ekinn 136.000 km. 5 dyra, beinskiptur. Skoða...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Lækjarmel 12
Atvinnuhúsnæði
Stórglæsilegt iðnaðarhúsnæði Lækjarme...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Atvinna óskast
Starf óskast
Atvinna óskast Véliðnfræðingur / vél...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...