Afþökkuðu umsögn Seðlabanka Evrópu

Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt. Reuters

Evrópski seðlabankinn bauðst til að veita umsögn um frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands en meirihluti viðskiptanefndar Alþingis ákvað að afþakka það boð.

„Evrópski seðlabankinn skrifaði sendiráðinu í Brussel sem skrifaði utanríkisþjónustunni sem skrifaði forsætisráðuneytinu og sagði að ef óskað yrði eftir umsögn þá væri bankinn fús til að veita hana. Niðurstaða meirihluta viðskiptanefndar var brjóta ekki þá venju sem er á Alþingi Íslendinga, sem er að leita eftir umsögnum innlendra aðila,“ sagði Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar.

Sagði hún að þegar lögin um Seðlabankann voru endurnýjuð frá grunni 2001 hefði ekki komið fram ósk um umsögn erlendra aðila, frekar en í öðrum málum.

En væri ekki til bóta að fá slíka umsögn? „Það væri eflaust til bóta að fá mikið af umsögnum, frá ameríska seðlabankanum og svo ég tali nú ekki frá öllum þeim seðlabönkum sem ætla að fara að lána okkur,“ sagði hún.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert