Reynslulausir réðu í bönkum

Reynsluleysi og áhættusækni hrjáðu bankana. Flestir stjórnendanna sem höfðu reynslu af viðskiptabönkum viku fyrir vel menntuðum en reynslulitlum, ungum karlmönnum sem unnu í fjárfestingabönkum. Þetta segir Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Í könnun sem Capacent vann fyrir félagið á síðasta ári en hefur ekki birst fyrr, kemur fram að 41% starfsmanna hafði unnið í fimm ár eða skemur innan banka og sparisjóða landsins. Konum voru greidd lægri laun. Heildarlaunin voru 41% lægri, en þegar horft var til menntunar og starfsstéttar innan bankanna var kynbundinn launamunur 12-16%.

Friðbert segir einnig, að innan við fimm prósent starfsmanna bankanna hafi verið á ofurlaunum.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert