Stjórnendum LSH fækkað

Landspítali.
Landspítali.
Landspítalinn (LSH) undirbýr breytingar á skipuriti sem taka eiga gildi í apríl nk. Stjórnendum verður fækkað um allt að 20 þar sem svið verða sameinuð og þau gerð stærri. Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri LSH, segir að enn sé um drög að ræða og endanleg útfærsla liggi ekki fyrir. Fyrstu viðbrögð séu þó jákvæð.

Í dag eru sviðin 12 og flest þeirra með tvo yfirmenn, annars vegar yfirmann lækninga og hins vegar yfirmann hjúkrunar. Eftir breytingarnar verða sviðin fimm eða sex talsins og einn framkvæmdastjóri ráðinn yfir hverju þeirra.

Hulda segir að með þessu muni framkvæmdastjórar á klínískum sviðum taka þátt í framkvæmdastjórn og því verði áhrifin frá klíník meiri við stjórnun spítalans.

Ekki hefur verið ákveðið hvaða svið renna saman og hversu mörg þau verða. Mun það skýrast á næstu tveimur vikum. Hulda telur of snemmt að segja til um hvaða svið séu líklegust til að sameinast. „Við göngum út frá að þær einingar sem vinna mest saman í dag muni renna saman, þannig að góð yfirsýn verði yfir þarfir sjúklinganna og flæði þeirra,“ segir hún.

Boðleiðunum frá forstjóra til deildarstjóra verður fækkað úr fjórum þrepum í þrjú. Með því að leggja niður störf sviðsstjóranna verður í raun fjölgað í framkvæmdastjórn spítalans þar sem nýir sviðsstjórar fá titil framkvæmdastjóra. Í dag eru fimm í framkvæmdastjórn en eftir breytingarnar verða 10-12 manns með stöður framkvæmdastjóra.

Undirbúningur fyrir þessar breytingar hefur staðið yfir um nokkurt skeið innan spítalans. Að sögn Huldu var ákveðið að bíða með þær þar til hún kæmi til starfa við spítalann. „Ég frestaði þessu síðan aðeins meira því ég vildi sjálf kynnast spítalanum og starfsfólkinu betur, hver væru verkefnin næstu árin og hver væru vandamálin.“

Hulda útilokar svo ekki frekari breytingar á störfum yfirlækna og deildarstjóra. Verksvið þeirra starfa verði gerð skýrari og markvissari, með þeim megintilgangi að hafa styttri boðleiðir.

Tillögur forstjóra voru kynntar yfirmönnum spítalans á fundi í síðustu viku. Áður höfðu fyrstu drög verið tekin til umfjöllunar í vinnuhópum á fjölmennum stjórnendafundi á spítalanum í byrjun ársins.

Spurð hvaða kröfur verði gerðar til nýrra framkvæmdastjóra segir Hulda að ekki sé búið að útbúa endanlega starfslýsingu. Þó sé alveg ljóst að gerð verði krafa um heilbrigðismenntun og reynslu af stjórnun, sem og árangur í starfi sem stjórnandi. Ekkert er því til fyrirstöðu að þeir sem gegna t.d. stöðum sviðsstjóra í dag geti sótt um.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mikill viðbúnaður en um gabb að ræða

09:21 Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglu vegna tilkynningar um eld á Hótel Sögu fyrir skömmu. Í ljós kom að um falsboð var að ræða. Meira »

Konur hætta að fá greitt 30. október

09:19 Kynbundinn launamunur í Evrópu er mestur í Eistlandi en níundi mestur á Íslandi. Það jafngildir því að íslenskar konur hætta að fá greitt 30. október. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu bresku vefsíðunnar Expert Market. Meira »

Þjónusta 4.637 fatlaða einstaklinga

09:15 Sveitarfélög veittu 4.637 einstaklingum með fötlun þjónustu á 15 þjónustusvæðum og hafði þeim fækkað um 92 (1,9%) frá árinu áður. Af þeim var 1.591 barn 17 ára og yngri (34,3%). Meira »

Stórfelldur þjófnaður á kjöti

08:27 Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Tveir mannanna voru starfsmenn hjá fyrirtækinu og sá þriðji sá um að koma þýfinu í verð. Meira »

Beit annan farþega

08:23 Lögreglumenn úr flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum handtóku farþega um borð í flugvél á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt sunnudagsins. Farþeginn, sem var ofurölvi, hafði meðal annars ráðist á flugfreyju og bitið annan farþega. Meira »

Flækingsfugla hrekur til Íslands

08:18 Fjöldi flækingsfugla barst til landsins í kjölfar suðaustanstorms á fimmtudaginn var. Þeirra á meðal voru tvær tegundir sem aldrei hafa sést hér áður. Meira »

Mótmælir ásökunum landlæknis

07:37 „Landlæknir, sem er opinber embættismaður, vegur þarna að starfsheiðri fjölda lækna er starfa á Landspítalanum og við mótmælum því að sjálfsögðu harðlega,“ segir Reynir Arngrímsson, nýkjörinn formaður Læknafélags Íslands. Meira »

Íslendingar bíða eftir nýjum kjörfundi

07:57 „Það er mikill áhugi á þingkosningunum heima meðal landa sem hér eru,“ segir Þórleifur Ólafsson sem dvelur á vinsælum Íslendingastað, Torrevieja, á austurstönd Spánar. Meira »

Hálkublettir á Suður- og Vesturlandsvegi

07:31 Hálkublettir eru á hringveginum á milli Selfoss og Hvolsvallar. Á Vesturlandi eru hálkublettir á hringveginum frá Baulu og upp Norðurárdal og á Bröttubrekku. Meira »

Rútan sótt í dag

06:44 Rúta sem lokaði veginum að Dettifossi í gær verður dregin upp á veg í birtingu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Opnað var fyrir umferð um veginn klukkan 19 í gærkvöldi. Meira »

Ágætt veður víðast hvar

06:34 Norðaustan 8-13 m/s norðvestanlands í dag, annars hægari vindur. Súld eða rigning fyrir norðan, en léttskýjað suðvestan til. Hiti 3 til 9 stig. Meira »

Fékk 53 milljónir greiddar

05:48 Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Meira »

Eyddu skjölum án leyfis

05:30 Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.  Meira »

Eyþór íhugar oddvitasætið

05:30 Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður bæjarráðs Árborgar, útilokar ekki að hann muni sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Mikilvægur leikur hjá konunum

05:30 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er nú statt í Tékklandi og fyrir höndum í dag er leikur gegn Tékklandi í undankeppni HM 2019. Meira »

Verja tvöfalt meira í tölvukerfi

05:30 Íslensku bankarnir verja tvöfalt hærri fjárhæðum í að reka tölvukerfi en helstu bankar annars staðar á Norðurlöndum, sem glíma einmitt við gömul tölvukerfi og aukinn kostnað sem fylgir eldri tæknilausnum. Meira »

Tuga milljarða íbúðakaup

05:30 Kaup borgarinnar á 500-700 félagslegum íbúðum á næstu fimm árum gætu kostað 18,3-25,6 milljarða. Er þá miðað við meðalverð íbúða sem borgin hefur keypt undanfarið. Meira »

Vestmannaeyingar ósáttir

05:30 Vestmannaeyingar eru afar ósáttir vegna þess dráttar sem verður á að gert verði við Herjólf. Jafnframt gagnrýna þeir Vegagerðina fyrir að hafa ákveðið að nýta ekki ágústmánuð til þess að láta dýpka Landeyjahöfn. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Bókhald - laun
Vantar þig bókara? Er viðurkenndur bókari með margra ára reynslu og vill gjarnan...
Stálfelgur
Til sölu stálfelgur á Toyota Auris, Corolla 07- Avensis 09- ofl svartar með kopp...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...