Stjórnendum LSH fækkað

Landspítali.
Landspítali.
Landspítalinn (LSH) undirbýr breytingar á skipuriti sem taka eiga gildi í apríl nk. Stjórnendum verður fækkað um allt að 20 þar sem svið verða sameinuð og þau gerð stærri. Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri LSH, segir að enn sé um drög að ræða og endanleg útfærsla liggi ekki fyrir. Fyrstu viðbrögð séu þó jákvæð.

Í dag eru sviðin 12 og flest þeirra með tvo yfirmenn, annars vegar yfirmann lækninga og hins vegar yfirmann hjúkrunar. Eftir breytingarnar verða sviðin fimm eða sex talsins og einn framkvæmdastjóri ráðinn yfir hverju þeirra.

Hulda segir að með þessu muni framkvæmdastjórar á klínískum sviðum taka þátt í framkvæmdastjórn og því verði áhrifin frá klíník meiri við stjórnun spítalans.

Ekki hefur verið ákveðið hvaða svið renna saman og hversu mörg þau verða. Mun það skýrast á næstu tveimur vikum. Hulda telur of snemmt að segja til um hvaða svið séu líklegust til að sameinast. „Við göngum út frá að þær einingar sem vinna mest saman í dag muni renna saman, þannig að góð yfirsýn verði yfir þarfir sjúklinganna og flæði þeirra,“ segir hún.

Boðleiðunum frá forstjóra til deildarstjóra verður fækkað úr fjórum þrepum í þrjú. Með því að leggja niður störf sviðsstjóranna verður í raun fjölgað í framkvæmdastjórn spítalans þar sem nýir sviðsstjórar fá titil framkvæmdastjóra. Í dag eru fimm í framkvæmdastjórn en eftir breytingarnar verða 10-12 manns með stöður framkvæmdastjóra.

Undirbúningur fyrir þessar breytingar hefur staðið yfir um nokkurt skeið innan spítalans. Að sögn Huldu var ákveðið að bíða með þær þar til hún kæmi til starfa við spítalann. „Ég frestaði þessu síðan aðeins meira því ég vildi sjálf kynnast spítalanum og starfsfólkinu betur, hver væru verkefnin næstu árin og hver væru vandamálin.“

Hulda útilokar svo ekki frekari breytingar á störfum yfirlækna og deildarstjóra. Verksvið þeirra starfa verði gerð skýrari og markvissari, með þeim megintilgangi að hafa styttri boðleiðir.

Tillögur forstjóra voru kynntar yfirmönnum spítalans á fundi í síðustu viku. Áður höfðu fyrstu drög verið tekin til umfjöllunar í vinnuhópum á fjölmennum stjórnendafundi á spítalanum í byrjun ársins.

Spurð hvaða kröfur verði gerðar til nýrra framkvæmdastjóra segir Hulda að ekki sé búið að útbúa endanlega starfslýsingu. Þó sé alveg ljóst að gerð verði krafa um heilbrigðismenntun og reynslu af stjórnun, sem og árangur í starfi sem stjórnandi. Ekkert er því til fyrirstöðu að þeir sem gegna t.d. stöðum sviðsstjóra í dag geti sótt um.

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Ekki mönnum bjóðandi“

12:34 „Það væri óskandi að þetta gæti farið af stað, því það er mjög mikilvægt að þetta fari að lagast,“ segir Vilberg Þráinsson, oddviti Reykhólahrepps, um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit á Vestfjörðum. Vörubílar liggja fastir á núverandi malarvegi allan ársins hring vegna bleytu eða drullu. Meira »

Þyrlan sækir farþega í skemmtiferðaskip

12:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á ellefta tímanum í  morgun til að sækja veikan farþega um borð í skemmtiferðaskipi sem statt var í Breiðafirðinum. Meira »

Leiðakerfi Strætó í Google Maps

11:57 Til stendur að færa leiðarkerfi Strætó inn í Google Maps-kortavefinn. Munu farþegar þá geta nálgast upplýsingar um bestu leið milli staða á einfaldan hátt á vef Google eða Google Maps-forritinu í síma. Meira »

Ekkert eftirlit og engin tölfræði

11:00 Engar reglur eru um að sérstakt leyfi þurfi frá heilbrigðisyfirvöldum til að framkvæma fegrunaraðgerðir á vörum á borð við varafyllingar. Aftur á móti ættu aðeins læknar að framkvæma bótox-aðgerðir. Meira »

Veiddu 73 þúsund tonn í júlí

10:50 Fiskafli íslenskra skipa í júlí var 73.473 tonn, eða 3% meira en í júlí 2016. Botnfiskaflinn nam tæpum 30 þúsund tonnum og jókst um 6%, en þar af veiddust tæp 17 þúsund tonn af þorski sem er 22% aukning samanborið við júlí 2016. Meira »

Sprengingar fyrirhugaðar í september

10:38 Vonast er til að sprengingar hefjist í Dýrafjarðargöngum í byrjun september. Forskering, þar sem sprengdur er skurður inn í fjallið, hófst 17. júlí. Meira »

Hafi íbúa Vestfjarða í huga

09:50 Bæjarráð Bolungarvíkurkaupstaðar samþykkti á fundi sínum í gær að skora á sjávarútvegsráðherra að hafa íbúa á norðanverðum Vestfjörðum í huga varðandi ákvarðanatökur um framtíð fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Meira »

Stöðvaður á 162 km hraða

10:21 Lögreglan á Blönduósi stöðvaði ökumann í gær sem mældist á 162 km hraða. Ökumaðurinn var á ferðinni milli Sauðárkróks og Varmárhlíðar eftir hádegi í gær þegar hann varð á vegi lögreglu. Meira »

Ferðamenn ættu að forðast Reykjavík

09:42 Ferðavefurinn The Culture Trip setur Reykjavík á lista yfir ferðamannastaði sem ætti að forðast í sumar. Á listanum er einnig að finna borgir á borð við Feneyjar, Róm, Mílanó og Barcelona. Meira »

Berglind og Ragna nýir skrifstofustjórar

09:40 Dómsmálaráðherra mun á næstu dögum skipa Berglindi Báru Sigurjónsdóttur, skrifstofustjóra hjá umboðsmanni Alþingis, og Rögnu Bjarnadóttur, lögfræðing hjá dómsmálaráðuneytinu, í stöður skrifstofustjóra. Meira »

Palin líkir Íslendingum við nasista

09:40 Sara Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska í Bandaríkjunum, vandar Íslendingum ekki kveðjurnar eftir að hafa séð umfjöllun bandarísku sjónvarpstöðvarinnar CBS um Downs-heilkenni á Íslandi, en nær allar þungaðar konur sem fá jákvæðar niðurstöður um að líkur séu á að heilkenninu, láta eyða fóstrinu. Meira »

Rúm 73.000 tonn veiddust í júlí

09:23 Fiskafli íslenskra skipa í júlí var 73.473 tonn, er það 3% meira en veiddist í júlí 2016 að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar. Meira »

Hita upp á tónleikum Rolling Stones

08:18 Íslenska rokksveitin Kaleo mun hita upp fyrir eina elstu og vinsælustu rokksveit allra tíma, Rolling Stones, á tónleikum hennar í borginni Spielberg í Austurríki 16. september næstkomandi. Meira »

Ökumenn eru oftar í fíkniefnavímu

07:37 Í júlí komu 159 brot inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem ökumenn voru undir áhrifum ávana- og fíkniefna við akstur. Að sögn lögreglu hafa mál þar sem um fíkni­efni er að ræða, tekið fram úr ölv­unar­akst­urs­mál­um á undanförnum árum. Meira »

Innbrot í austurborginni

06:05 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í verslun í austurhluta borgarinnar um hálffimmleytið í morgun. Meira »

Kynna háhýsabyggð í Borgartúninu

07:57 Breytingar á deiliskipulagi Borgartúns 24 verða kynntar á opnum fundi síðdegis í dag. Með breytingunni er byggðin þétt verulega norðan við grónar íbúðargötur í Túnunum. Meira »

Hæglætisnorðanátt og síðdegisskúrir

07:11 Það verður norðlæg átt 5-10 m/s á landinu í dag, en heldur hvassari norðvestlæg átt við norðausturströndina fram eftir degi. Rigning eða súld verður norðaustantil, en hægari vindur sunnan heiða og síðdegisskúrir. Meira »

Andlát: Sverrir Vilhelmsson

05:30 Sverrir Vilhelmsson fréttaljósmyndari lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. ágúst tæplega sextugur að aldri.   Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara fyrir einstaklinga og ...
Bræðraborgarstígur 49
Til langtímaleigu 2ja herbergja 52 fm íbúð í Reykjavík (101). Leiga 170 þús/mán...
140 m2 verslunnar-/ þjónustuhúsnæði til
140 m2 verslunar-/ þjónustu-húsnæði til leigu í Hlíðasmára 13. Góður sölustaður....
BMW F650CS til sölu
BMW F650 CS bifhjól til sölu. Ekið 17.000- km. Hjálmageymslubox fylgir. Nýr rafg...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...