Mótmæli á Austurvelli í 19. sinn

Mótmælt var á Austurvelli 19. laugardaginn í röð.
Mótmælt var á Austurvelli 19. laugardaginn í röð. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Nítjánda laugardaginn í röð stóðu Raddir fólksins fyrir mótmælafundi á Austurvelli undir yfirskriftinni „Breiðfylking gegn ástandinu“. Sem fyrr er krafan sú að stjórn Seðlabankans víki. 

Að þessu sinni fluttu ávörp þau Elísabet Jónsdóttir, ellilífeyrisþegi, og Ágúst Guðmundsson, leikstjóri. Fundarstjóri var sem fyrr Hörður Torfason.

Á vef Radda fólksins kemur fram að talsmenn samtakanna hafi átt fundi með viðskiptaráðherra og forseta ASÍ miðvikudaginn 11. febrúar sl., svo og forsætisráðherra föstudaginn 13. febrúar. „Staða Seðlabankans og hústaka Davíðs Oddssonar var m.a. rædd á þessum fundum og ljóst að ráðherrar og forseti ASÍ eru sammála um þjóðhagslegt mikilvægi þess að leysa stjórnunarvanda Seðlabankans með öllum ráðum,“ segir m.a. á vef Radda fólksins. 


Frá mótmælum dagsins á Austurvelli.
Frá mótmælum dagsins á Austurvelli. Morgunblaðið/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert