Gegn hvalveiðum

Langreyður í hvalstöðinni í Hvalfirði.
Langreyður í hvalstöðinni í Hvalfirði. Ómar Óskarsson

Dýraverndarsamband Íslands skorar á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að nema úr gildi heimild ríkisstjórnar Geirs Haarde til stórfelldra hvalveiða í atvinnuskyni, segir í fréttatilkynningu frá sambandinu.

Sagt er á að þær aðferðir sem beitt er við hvalveiðar séu ósamrýmanlegar nútímasjónarmiðum um velferð dýra. Telur sambandið að best sátt náist um nýtingu þessarar auðlindar með vel skipulagðri hvalaskoðun þar sem virðing sé borin fyrir dýrunum og umhverfi þeirra.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert