Lyfjaútgjöld lækka um milljarð

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hélt blaðamannafund í heilbrigðisráðuneytinu í dag.
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hélt blaðamannafund í heilbrigðisráðuneytinu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Lyfjaútgjöld sjúkratrygginga eiga að lækka um milljarð miðað við heilt ár. Þetta kom fram í máli Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra,  á blaðamannafundi í dag.

Ögmundur hefur gefið út reglugerð sem hefur í för með sér umtalsverðar breytingar á niðurgreiðslum vegna lyfjakostnaðar sjúklinga. „Með reglugerðinni er lögð áhersla á að beina lyfjanotkun í ódýrari lyf, og að notkun lyfja hér verði ekki ólík því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Þá er sérstaklega er komið til móts við barnafjölskyldur og atvinnulausa.

Með því að breyta neyslumynstri algengra lyfja á að spara 450 til 550 milljónir króna á ársgrundvelli. Lyfin eru magalyf og blóðfitulækkandi lyf. Báðir lyfjaflokkarnir eru mikið notaðir á Íslandi og hafa aukið lífsgæði sjúklinga verulega, en heilsuhagsfræðilega þykir ekki verjandi að nota dýrustu lyfin, nema í undantekningatilvikum. Bara með því að nota ódýrustu lyfin næst fram hundruð milljóna króna sparnaður bæði fyrir ríkið og viðkomandi sjúklinga.

Alls þýða aðgerðir heilbrigðisráðherra að lyfjaútgjöld sjúkrtatrygginga lækka um 1000 milljónir miðað við heilt ári,“ segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.

Fram kom á blaðamannafundinum að lyfjakostnaður allra barna verði lækkaður með því að börn eða foreldrar, sem greiða fyrir lyf þeirra, greiða nú sama gjald og elli- og örkorkulífeyrisþegar. Þá eiga einstaklingar á fullum atvinnuleysisbótum að greiða sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar.

Þök og gólf, sem ákvarða hvernig lyfjaverði skiptist milli sjúklings og almannatrygginga, breytast, en það hefur ekki breyst frá árinu 2001.

Þá hefur lyfjagreiðslunefnd lækkað heilsöluverð og smásöluálagningu. Síðar á árinu mun smásöluálagning mögulega lækka meira.

Komið verður til móts við þá sem nota þunglyndislyf, veiru- og mígrenilyf. Þetta er gert með því að afnema svokallaða hámarksafgreiðslureglu, sem þýðir að sjúklingar geta nú fengið ávísað lyfjum til lengri tíma með tilheyrandi minni kostnaði.

Verið er að beina lyfjanotkun í ódýrari lyf og er ætlunin að lyfjanotkun hér verði líkt notkun á hinum Norðurlöndunum. Hér er verið að höfða til lækna og fá þá til að þróa hjá sér kostnaðarvitundina, að því er fram kom á blaðamannafundinum.

Þurfi fólk á dýrari lyfjum að halda verði að sjálfsögðu hægt að sækja um undanþágu til þess og rökstyðja það þá. Fram kom á blaðamannafundinum að þetta eigi ekki að koma niður á sjúklingum á neinn hátt. Ef dýrari lyf séu í raun betri fyrir sjúklinginn muni hann fá þau.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjölmenni í Ásbyrgi

Í gær, 23:15 „Menn endast hérna á meðan veðrið er gott,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður um tjaldsvæðið í Ásbyrgi en um 7-800 manns hafa lagt leið sína þangað til þess að tjalda í góða veðrinu. Meira »

John Snorri er lagður af stað

Í gær, 22:59 John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað í leiðangurinn á topp fjallsins K2 sem er talið eitt það hættulegasta í heimi. Takist honum ætlunarverkið verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Aðeins 240 manns hafa komist á topp fjallsins og 29 prósent þeirra sem reyna það láta lífið. Meira »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

Í gær, 21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

Í gær, 21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

Í gær, 21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

Í gær, 19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

Í gær, 19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

Í gær, 19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

Í gær, 19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

Í gær, 19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

Í gær, 18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

Í gær, 17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »

Hátt í 2.500 tjalda á Akureyri

Í gær, 17:14 „Við höfum ekki við að færa það til bókar jafnóðum,“ segir Ásgeir Hreiðars­son hjá Útil­ífs- og um­hverf­issmiðstöð skáta sem rek­ur tjaldsvæðin á Ak­ur­eyri, spurður um fjöldann á svæðunum. Hann giskar á að um 2.000 manns séu á Hömrum en 4-500 manns á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti. Meira »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

Í gær, 15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

Í gær, 14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Tólfan heldur uppi stuðinu á EM-torginu

Í gær, 16:57 Fjöldi fólks er kominn saman á EM-torginu, Ingólfstorgi, þar sem leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er sýndur í beinni útsendingu á breiðtjaldi. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

Í gær, 15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

Í gær, 13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »
Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
flott kommóða rótar spónn simi 869-2798
er með flotta kommóðu spónlagpa og innlagða á 25,000 sími 869-2798 hæð 85x48x11...
Fjölskylda óskar eftir 4+herb íbúð
Fimm manna fjölskylda frá Akureyri bráð vantar 4+ herb íbúð á höfuðborgarsvæðinu...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...