Á svig við sannleikann

Eiður Guðnason.
Eiður Guðnason.

Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra, fjallar um ummæli forseta Íslands, Ólafs Ragnar Grímssonar, á fundi með erlendum sendiherrum í Reykjavík, í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að frásögn annarra sendiherra staðfesti skýrslu sendiherra Noregs um þennan hádegisverðarfund.

„Það hefur verið annríki á forsetaskrifstofu að undanförnu. Þaðan hafa streymt leiðréttingar á ummælum fjölmiðla, sem hafa misskilið forseta Íslands hrapallega og haft eftir honum orð og yfirlýsingar, sem hann segir engan fót fyrir. Þetta er ekki nýtt. Í haust flutti forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson ræðu í hádegisverðarboði með erlendum sendiherrum í Reykjavík. Skýrsla sendiherra Noregs um þennan hádegisverð til utanríkisráðuneytisins í Ósló rataði með einhverjum hætti á síður norska blaðsins Klassekampen. Þótti frásögn blaðsins af skýrslunni og ræðu forsetans mikið fréttaefni.

Nokkru síðar kom Ólafur Ragnar Grímsson í Kastljós Sjónvarpsins til að bera af sér sakir vegna ummæla, sem vitnað var til í frásögn Klassekampen af skýrslu norska sendiherrans. Í umræddu hádegisverðarboði í danska sendiráðinu voru auk sendiherra Danmerkur, sendiherrar Kanada, Finnlands, Frakklands, Kína, Japans, Noregs, Póllands, Rússlands, Bretlands, Svíþjóðar, Þýskalands og Bandaríkjanna. Fulltrúar 13 landa af 14, sem starfrækja sendiráð í Reykjavík. Skemmst er frá því að segja að Ólafur Ragnar Grímsson sagði í Kastljósi, að ekki væri mark á sendiherraskýrslum takandi. Það segði hann í ljósi langrar reynslu af lestri slíkra skýrslna. Hann lýsti sendiherra Noregs á Íslandi ósannindamann. Ekkert væri hæft í því, sem fram kæmi í Klassekampen úr frásögn sendiherrans. Það væri til dæmis af og frá að hann hefði nefnt, að Rússum stæði aðstaða á Íslandi til boða.

Sá sem þetta skrifar hefur ekki lesið frásögn norska sendiherrans, sem kveikti þessa umræðu í fjölmiðlum. Hann hefur hinsvegar lesið frásögn annars sendiherra af þessum hádegisverðarfundi. Sú frásögn staðfestir, að norski sendiherrann og norska dagblaðið Klassekampen fóru rétt með um það, sem fram fór á þessum fundi. Ólafur Ragnar sagði þar meðal annars, að Rússum stæðu allar dyr opnar á Íslandi, hvort sem um væri að ræða olíuhreinsunarstöð eða aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Íslendingar þyrftu að finna sér nýja vini.

Greinarhöfundur hefur líka rætt við annan sendiherra, langreyndan diplómat, sem hlýddi á Ólaf Ragnar í þessum hádegisverði. Hann sagði: „This was a once in a lifetime experience“ – eða „Svonalagað upplifir maður aðeins einu sinni á ævinni“. Við málsverðinn var Ólafur Ragnar harðorður í garð Dana, Svía og Breta. Margir Íslendingar hugsa Bretum þegjandi þörfina fyrir aðgerðir þeirra gagnvart okkur, en hitt er annað mál hvort forseti Íslands á að ráðast að sendiherra þeirra þar sem báðir eru gestir í matarboði á heimili danska sendiherrans á Íslandi. Ég held ekki. Í Kastljósi sagði forsetinn líka, að þarna hefðu átt sér stað tveggja tíma umræður. Það er rangt. Að lokinni ræðu forsetans komu þrjár stuttar athugasemdir mjög almenns eðlis frá jafnmörgum sendiherrum. Tveir aðrir skutu inn örfáum orðum. Það urðu engar umræður. Viðstaddir voru dolfallnir. Það er alvarlegt mál, þegar forseti Íslands kemur í sjónvarp og fer á svig við sannleikann um orð sín á fundi með erlendum sendiherrum. Við sem vorum Ólafi Ragnari samtíða á Alþingi vitum, að hann lét ekki staðreyndir hefta för sína með himinskautum, þegar sá gállinn var á honum. Það er óviðunandi fyrir íslenska þjóð, að hann skuli hafa flutt þau vinnubrögð með sér til Bessastaða."

Innlent »

„Raddir barna og ungmenna skipta máli“

17:20 Í tilefni af alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember næstkomandi, hafa börn í samstarfi við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, útbúið nýtt tónlistarmyndband við lag söngkonunnar P!nk, What About Us. Meira »

Vill að flugfreyjur og -þjónar standi saman

17:16 „Það er von mín að flugfreyjur og flugþjónar á Íslandi standi saman í einu stéttarfélagi,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flug­freyj­ur og -þjón­ar hjá WOW air hafa gagnrýnt stjórn FFÍ og segja mál­efni sín hafa lítið vægi inn­an félagsins. Meira »

Mælingar sýna ekki merki um gasmengun

17:14 Handvirkar mælingar á rafleiðni og gasmengun voru gerðar í dag við Kvíá. Mælingar á rafleiðni sýndu ekki há gildi, sem bendir til þess að ekki sé um óvenjulega jarðhitavirkni undir Öræfajökli að ræða. Meira »

Friðheimar fengu nýsköpunarverðlaun SAF

16:30 Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Friðheimum verðlaunin við fjölmenna og hátíðlega athöfn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 16. nóvember. Meira »

Dæmdur fyrir hótanir og líkamsárás

16:15 Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða um 360 þúsund krónur í miskabætur til konu og karls vegna líkamsárásar og hótana. Er um að ræða konu sem maðurinn hafði áður átt stuttlega í sambandi við. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands. Meira »

Miðpunktur Vesturbæjarins

15:55 Borgarráð hefur samþykkt viljayfirlýsingu milli Knattspyrnufélags Reykjavíkur (KR) og Reykjavíkurborgar um mögulega uppbyggingu á KR-svæðinu við Frostaskjól. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skipaði með erindisbréfi starfshóp um skipulags- og uppbyggingarmál KR Meira »

Fundir númer sjö í næstu viku

15:38 Tveir fundir hafa verið boðaðir hjá ríkissáttasemjara í næstu viku í kjaradeilum flugmanna og flugvirkja hjá Icelandair. Fundirnir eru þeir sjöundu í röðinni í báðum tilfellum. Meira »

Málefnasamningur næst varla um helgina

15:50 Ólíklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn ljúki við málefnasamning sinn um helgina í stjórnarmyndunarviðræðum sínum. Meira »

Auglýsa eftir verki í stað sjómannsins

15:09 Margir sjá á eftir veggmyndinni af sjómanninum sem nýverið prýddi gafl sjávarútvegshússins. Frá því að mála þurfti yfir myndina af sjómanninum hefur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við SÍM, Samtök íslenskra myndlistarmanna, undirbúið samkeppni um nýtt listaverk á húsgaflinn og skal verkið hafa skírskotun í sögu sjávarútvegs á Íslandi. Meira »

„Saklaus“ og alvarleg mistök

15:08 „Það sauð svolítið á mér þarna í gærkvöldi,“ segir Jóhannes Helgason, eiginmaður Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur, í samtali við mbl.is. Hann birti langa færslu á Facebook í gærkvöldi í kjölfarið á umdeildri færslu inni á facebooksíðu Ligeglad. Meira »

Bílvelta á Grindavíkurvegi

14:26 Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bíll valt á á Grindavíkurvegi þegar ökumaður ók út á vegöxl og missti við það stjórn á bifreiðinni. Fór bíllinn tvær veltur og staðnæmdist á hvolfi að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. Meira »

Greip tölvu og gekk út

14:18 Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað í verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni. Maður hafði gengið inn í verslunina og haft á brott með sér tölvu. Hann fór síðan inn á salerni og tók tölvuna úr umbúðunum. Meira »

Framtíð Bláfjallasvæðis ræðst af skýrslu

14:18 Skýrsla um vatnsvernd á Bláfjallasvæðinu sem starfshópur á vegum Kópavogsbæjar er að vinna er væntanleg á næstunni. Frekari uppbygging til lengri framtíðar á skíðasvæðinu í Bláfjöllum og í Þríhnjúkagígum ræðst af því hver niðurstaða skýrslunnar verður. Unnið hefur verið að henni í um eitt ár. Meira »

Jarðvarmastöðin að Þeistareykjum gangsett

14:13 Landsvirkjun gangsetti í dag 17. aflstöð sína að Þeistareykjum við hátíðlega athöfn. Um er að ræða þriðju jarðvarmastöð fyrirtækisins, en fyrir eru Kröflustöð og gamla gufustöðin í Bjarnarflagi. Þeistareykjastöð er fyrsta jarðvarmastöð sem Landsvirkjun byggir frá grunni. Meira »

Meiri virkni en síðustu ár

13:42 „Það eru engin ummerki um gos núna,“ segir Hulda Rós Helga­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands. Í gær fannst sterk brenni­steinslykt við Kvíaá, sem renn­ur und­an Kví­ár­jökli í suðaust­ur­hluta Öræfa­jök­uls en Hulda segir ekkert benda til goss. Meira »

Dagur ekki ábyrgur fyrir skólpleka

14:14 Borgarstjóri Reykjavíkur er ekki ábyrgur fyrir þeim skólpleka sem var vegna bilunar í skólpdælistöðinni við Faxaskjól, en vegna hans var miklu magni skólps veitt í sjóinn án hreinsunar. Þetta kemur fram í svari borgarlögmanns við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina sem kynnt var í borgarráði nýlega. Meira »

Súrnun sjávar ógnar Íslandsmiðum

13:55 „Víðtækar breytingar eru að verða á hafinu – þegar kemur að hitastigi, hafstraumum og efnafræðilegum eiginleikum. Súrnun sjávar er raunveruleg og alvarleg ógn sem stafar að lífríki sjávar.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Helmingi fleiri sendingar í kjölfar „Singles Day“

12:59 Töluverð aukning hefur orðið á milli ára í innlendri netverslun í kjölfar „Singles Day“ 11. nóvember sem kenndur er við einhleypa og hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi eins og víða um heim. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Viltu vita meira um Hornstrendingana?
Þá er málið leyst. Í Hornstrandabókum okkar er uppistaðan frásagnir af Hornstren...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...