Á svig við sannleikann

Eiður Guðnason.
Eiður Guðnason.

Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra, fjallar um ummæli forseta Íslands, Ólafs Ragnar Grímssonar, á fundi með erlendum sendiherrum í Reykjavík, í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að frásögn annarra sendiherra staðfesti skýrslu sendiherra Noregs um þennan hádegisverðarfund.

„Það hefur verið annríki á forsetaskrifstofu að undanförnu. Þaðan hafa streymt leiðréttingar á ummælum fjölmiðla, sem hafa misskilið forseta Íslands hrapallega og haft eftir honum orð og yfirlýsingar, sem hann segir engan fót fyrir. Þetta er ekki nýtt. Í haust flutti forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson ræðu í hádegisverðarboði með erlendum sendiherrum í Reykjavík. Skýrsla sendiherra Noregs um þennan hádegisverð til utanríkisráðuneytisins í Ósló rataði með einhverjum hætti á síður norska blaðsins Klassekampen. Þótti frásögn blaðsins af skýrslunni og ræðu forsetans mikið fréttaefni.

Nokkru síðar kom Ólafur Ragnar Grímsson í Kastljós Sjónvarpsins til að bera af sér sakir vegna ummæla, sem vitnað var til í frásögn Klassekampen af skýrslu norska sendiherrans. Í umræddu hádegisverðarboði í danska sendiráðinu voru auk sendiherra Danmerkur, sendiherrar Kanada, Finnlands, Frakklands, Kína, Japans, Noregs, Póllands, Rússlands, Bretlands, Svíþjóðar, Þýskalands og Bandaríkjanna. Fulltrúar 13 landa af 14, sem starfrækja sendiráð í Reykjavík. Skemmst er frá því að segja að Ólafur Ragnar Grímsson sagði í Kastljósi, að ekki væri mark á sendiherraskýrslum takandi. Það segði hann í ljósi langrar reynslu af lestri slíkra skýrslna. Hann lýsti sendiherra Noregs á Íslandi ósannindamann. Ekkert væri hæft í því, sem fram kæmi í Klassekampen úr frásögn sendiherrans. Það væri til dæmis af og frá að hann hefði nefnt, að Rússum stæði aðstaða á Íslandi til boða.

Sá sem þetta skrifar hefur ekki lesið frásögn norska sendiherrans, sem kveikti þessa umræðu í fjölmiðlum. Hann hefur hinsvegar lesið frásögn annars sendiherra af þessum hádegisverðarfundi. Sú frásögn staðfestir, að norski sendiherrann og norska dagblaðið Klassekampen fóru rétt með um það, sem fram fór á þessum fundi. Ólafur Ragnar sagði þar meðal annars, að Rússum stæðu allar dyr opnar á Íslandi, hvort sem um væri að ræða olíuhreinsunarstöð eða aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Íslendingar þyrftu að finna sér nýja vini.

Greinarhöfundur hefur líka rætt við annan sendiherra, langreyndan diplómat, sem hlýddi á Ólaf Ragnar í þessum hádegisverði. Hann sagði: „This was a once in a lifetime experience“ – eða „Svonalagað upplifir maður aðeins einu sinni á ævinni“. Við málsverðinn var Ólafur Ragnar harðorður í garð Dana, Svía og Breta. Margir Íslendingar hugsa Bretum þegjandi þörfina fyrir aðgerðir þeirra gagnvart okkur, en hitt er annað mál hvort forseti Íslands á að ráðast að sendiherra þeirra þar sem báðir eru gestir í matarboði á heimili danska sendiherrans á Íslandi. Ég held ekki. Í Kastljósi sagði forsetinn líka, að þarna hefðu átt sér stað tveggja tíma umræður. Það er rangt. Að lokinni ræðu forsetans komu þrjár stuttar athugasemdir mjög almenns eðlis frá jafnmörgum sendiherrum. Tveir aðrir skutu inn örfáum orðum. Það urðu engar umræður. Viðstaddir voru dolfallnir. Það er alvarlegt mál, þegar forseti Íslands kemur í sjónvarp og fer á svig við sannleikann um orð sín á fundi með erlendum sendiherrum. Við sem vorum Ólafi Ragnari samtíða á Alþingi vitum, að hann lét ekki staðreyndir hefta för sína með himinskautum, þegar sá gállinn var á honum. Það er óviðunandi fyrir íslenska þjóð, að hann skuli hafa flutt þau vinnubrögð með sér til Bessastaða."

Innlent »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

Í gær, 23:52 Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

Bátur í vanda úti fyrir Kirkjusandi

Í gær, 22:30 Skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni voru boðuð út um tíuleytið í kvöld vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík. Tilkynning um málið barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut og töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda. Meira »

Óábyrgt að ákveða lokun flugvallar 2024

Í gær, 22:24 „Athuganir og áætlanir varðandi byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru ófullkomnar og byggjast á frumgreiningu á mörgum þáttum.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókun sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram á fundi borgarstjórnar í dag. Óábyrgt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjavíkurflugvallar 2024. Meira »

Fengu símagögn þrátt fyrir kæru

Í gær, 21:54 Lögreglan á Akureyri fékk upplýsingar um notkun á símanúmeri grunaðs manns í frelsissviptingarmáli tæpri klukkustund eftir þinghaldi um kröfuna lauk þrátt fyrir að því hafi verið lýst yfir í framhaldi af uppkvaðningu úrskurðarins að hann yrði kærður til Hæstaréttar. Meira »

Guðmundur fundinn

Í gær, 21:33 Guðmundur Guðmundsson sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýs­ti eftir nú í kvöld er fundinn.  Meira »

Hafa tekið sér tak í upplýsingamiðlun

Í gær, 21:10 Rafræn könnunarpróf verða lögð fyrir 4. og 7. bekk á næstu dögum. Í fyrra voru al­geng­ustu erfiðleik­arn­ir sem nem­end­ur, kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur fundu fyr­ir innslátt­ar­vill­ur við inn­rit­un í próf­in. Nú á að vera búið að fara yfir tölvukerfið og sníða af hina ýmsu agnúa. Meira »

Berjast um að heilla bragðlaukana

Í gær, 20:40 Undanúrslit í keppninni um kokk ársins 2017, fór fram á Kolabrautinni í Hörpu í gær. Tólf matreiðslumenn höfðu unnið sér inn þátttökurétt í undanúrslitunum eftir nafnlaust val dómnefndar byggt á innsendum uppskriftum. Meira »

Eina líkamsræktarstöð bæjarins lokar

Í gær, 21:00 Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu um að skoðuð verði aðkoma bæjarins að líkamsræktarstöð á Torfsnesi þar sem íþróttahús bæjarins er staðsett. Ástæðan er sú að eina líkamsræktarstöð bæjarins, Stúdíó Dan, lokar í febrúar. Meira »

Ósöluhæfar eignir í lífeyrisskuldbindingar

Í gær, 20:20 Til greina gæti komið að ráðstafa þeim eignum Lindahvols ehf., sem ekki eru söluhæfar, beint til niðurgreiðslu lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs. Þannig væri unnt að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð. Meira »

Eitthvað bogið við verðlagninguna

Í gær, 20:10 Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins gerir stöðu sauðfjárbænda að umfjöllunarefni á Facebook síðu sinni nú í kvöld og segir verðlagningu kindakjöts hvorki þjóna bændum né neytendum. Meira »

Tildrög banaslyssins enn ókunn

Í gær, 20:00 Tildrög banaslyssins sem varð þegar Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru 13. ágúst eru enn ókunn. Meira »

Lögregla lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni

Í gær, 19:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni, 44 ára, en síðast er vitað um ferðir hans í Breiðholti snemma í morgun. Lögregla greindi frá á tíunda tímanum að Guðmundur væri fundinn. Meira »

Standa fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu

Í gær, 19:39 70-80% þeirra sem taldir eru hafa verið smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi hafa nú hafið meðferð gegn sjúkdóminum. Landspítalinn stendur nú fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu C og eru allir sem eru í aukinni áhættu að hafa smitast hvattir til að fara í greiningarpróf. Meira »

Myndirnar segja til um hugarástandið

Í gær, 18:48 Katrín Þóra Víðisdóttir Berndsen uppgötvaði listræna hæfileika á fullorðinsaldri. Hún tók stutt nám á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, annað hefur hún lært á Youtube. Katrín hefur barist við þunglyndi sem engin lyf hafa unnið á og býður nú greiningar á því athyglisbrestur hafi leitt hafi til þunglyndis. Meira »

Austurbæjarbíó gluggi fyrir ferðamenn

Í gær, 17:54 Gamla Austurbæjarbíó hefur fengið nýtt hlutverk sem gluggi fyrir ferðamenn inn í íslenska sögu, náttúru og samfélag. Sýningin „Tales from Iceland“ opnaði í Austurbæjarbíói í dag en að sýningunni stendur hópur hönnuða og kvikmyndagerðamanna sem hafa unnið að henni í rúmlega fjögur ár. Meira »

Íhuga að óska eftir frekari rannsókn

Í gær, 19:25 Eigendur veitingastaðarins Fresco segjast slegnir vegna fregna af að ungur maður hafi leitað upp á Landspítala eftir að hafa fundið mús í salati sem hann hafði keypt þar, en neytti annars staðar. Fresco skoðar nú hvort það eigi að óska eftir frekari rannsókn á málinu. Meira »

Leka heitavatnslögnin fundin

Í gær, 18:37 Leka lögnin sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag er fundin en hún reyndist vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom aftur á móti upp á horni Kaplaskjólsvegar og Víðimels og í nálægum brunnum að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Borgarfulltrúar 23 á næsta kjörtímabili

Í gær, 17:42 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga borgarfulltrúum upp í 23 frá og með næsta kjörtímabili, en það er sá lágmarksfjölda fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Var tillagan samþykkt með 11 atkvæðum gegn fjórum. Meira »
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Gastro truck/veitingabíll
Til sölu ný standsettur veitingabíl með gas-grillpönnu, gas-grillofn, rafmagns p...
Fjórir stálstólar - nýtt áklæði - þessir gömlu góðu
Er með íslenska stáleldhússtóla, ný klædda, á 12.500 kr. stykkið. Sími 869-2798...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Han...
Útb 20265 vátrygging landsvirkjunar
Tilboð - útboð
Útboð nr. 20265 Vátryggingar...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...