Davíð og dularfulla bréfið

Geir H. Haarde sakar forsætisráðherra um ósannindi og segist hafa þær upplýsingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að enginn trúnaður hafi verið á ábendingum sjóðsins vegna Seðlabankafrumvarpsins. Hann spyr sig hvort ráðherrann hafi ekki leitað ráða hjá trúnaðarmönnum sjóðsins um meðferð slíkra upplýsinga þar sem þeir heiti Davíð Oddsson og Bolli Þór Bollason.

Forsætisráðuneytið birti síðdegis gögn um samskipti sín við sjóðinn vegna seðlabankafrumvarpsins en þar kemur fram að sjóðurinn vilji að farið verði með ábendingarnar sem trúnaðarmál. Það var síðar ítrekað af hálfu sjóðsins.

Tölvupóstsamskipti við gjaldeyrissjóðinn birt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert