Birgir fær ekki gögn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Birgir Ármannsson.
Birgir Ármannsson.

Forsætisráðuneytið hefur hafnað formlega ósk Birgis Ármannssonar, alþingismanns, um að fá aðgang að upphaflegum athugasemdum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um seðlabankafrumvarp forsætisráðherra.  Birgir hyggst vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Birgir segir, að synjunin sé byggð á undanþáguákvæði upplýsingalaga, sem heimilar takmarkanir á aðgangi að  upplýsingum um samskipti við fjölþjóðlegar stofnanir þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist.

Birgir segist ekki geta fallist á, að þetta undanþáguákvæði eigi við um þessi gögn þar sem ekki verði séð að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að þeim sé haldið leyndum.  Segist Birgir ætla að  bera synjun forsætisráðuneytisins undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Segist hann telja mikilvægt að fá úr því skorið hið fyrsta hvort það mat ráðuneytisins, sem fram komi í svari þess, byggist á lögmætum forsendum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert