Ræða eftirlaunalögin

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Ómar

Fyrsta umræða er nú hafin á Alþingi um frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám eftirlaunalaganna svokölluðu, um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu.

Pétur H. Blöndal hefur tekið til máls í umræðunni og veitt andsvar við ræðu Steingríms. Kvaðst hann fylgjandi frumvarpinu en gerði nokkrar athugasemdir við efni þess.

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að launakjör þingmanna og ráðherra ættu að vera góð en ekki óhófleg. Ekki væri hægt að halda því fram að núverandi kjör þessara hópa væru óhófleg.  Og er rýra eigi kjörin með því að skerða eftirlaunarétt þingmanna, þá hlyti að þurfa að hækka launin.

Sagði Kristinn, að kjör þingmanna hefðu verið skert með breytingum á eftirlaunalögum árið 2003 og aftur þegar lögunum var breytt í lok síðasta árs. Það gangi ekki að kjör þingmanna séu verri en embættismanna í ráðuneytum. Ekki mætti fara svo með starf þingmannsins, að það hætti að vera eftirsóknarvert vegna launakjara.

Steingrímur sagðist ekki telja að það væri vænleg leið til að auka sátt milli þings og þjóðar með því að hækka laun þingmanna. Eina leiðin væri að þingið aflaði sér virðingar með verkum sínum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert