Valgerður hættir í bankaráði Seðlabankans

Valgerður Bjarnadóttir
Valgerður Bjarnadóttir GVA

Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt sig úr bankaráði Seðlabanka Íslands. Valgerður hefur sent Guðbjarti Hannessyni, forseta Alþingis bréf þar að lútandi. Þar kemur fram að henni sé um megn að sitja fundi með bankastjórn sem situr í óþökk, ekki bara fólksins í landinu heldur einnig þeirra sem eru ábyrgir fyrir stjórn landsins.

„Þann 4. nóvember sl. var ég kjörin í bankaráð Seðlabanka Íslands. Boðað hefur verið til fundar í bankaráðinu þann 19. febrúar nk. Frá því að síðasti fundur var haldinn í ráðinu hefur forsætisráðherra farið þess á leit við bankastjórn að hún láti af störfum. Meirihluti bankastjórnarinnar hefur ekki orðið við þeim tilmælum. Það er mér um megn að sitja fundi með bankastjórn sem situr í óþökk ekki bara fólksins í landinu heldur einnig þeirra sem ábyrgir eru fyrir stjórn landsins. Með þessu bréfi segi ég af mér setu í bankaráði Seðlabanka Íslands," skrifar Valgerður í bréfi til forseta Alþingis.

Valgerður tók sæti Samfylkingarinnar í bankaráði Seðlabankans í stað Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, sem sagði sig úr ráðinu þann 9. október sl. Jón Sigurðsson sagði af sér sem bankaráðsmaður í Seðlabankanum í janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert