Vill listaverk bankanna í ríkiseigu

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra Árni Sæberg

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra vill að listaverk sem verið hafa í eigu bankanna færist í eigu ríkisins. Þessu vill hún ná í gegn um leið og gengið verður frá nýjum efnahagsreikningum bankanna. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins í dag.

Sagði Katrín að vel kæmi þó til greina að viðkomandi bankar hafi áfram mörg þessara verka til sýnis, enda séu sum þeirra nánast orðin samofin útibúum þeirra. Kristinn var ánægður með svörin og sagði ljóst að vilji væri til þess að hrinda málinu í framkvæmd, bæði á meðal ráðherra og meðal þingmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert