Fer varlega í séreignina

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Mbl.is/ Kristinn

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra flutti í gær frumvarp á Alþingi um auknar heimildir fyrir almenning til að taka séreignarsparnað. Sagði hann að um 200 milljarðar króna væru í frjálsum séreignarsparnaði af þessu tagi og að um 40% af því væru í fjárhæðum upp að einni milljón króna. Milljón krónur er upphæðin sem hver og einn fær að taka út, dreift á níu mánaða tímabil, sem gerir um 70 þúsund krónur fyrir hvern einstakling á mánuði, eftir skatta.

Ekki er farin sú leið að millifæra séreignina til niðurgreiðslu veðlána, en upphæðin höfð takmörkuð þess í stað, til að takmarka minnkun þess fjármagns sem lífeyrissjóðirnir hafa úr að spila.

Athygli þingheims vakti að útgreiðslunni er ekki ætlað að skerða barna-, vaxta- eða atvinnuleysisbætur, sem þingmenn töldu hvata til úttekta fyrir fólk sem ekki er í kröggum. Þá þótti frumvarpið varfærnislegt og ná heldur skammt, en fjármálaráðherra lagði áherslu á að það væri aðeins hluti af margþættum aðgerðum til hjálpar heimilunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert