Flóttakonur hjálpa til í leikhúsi

Fatin Al Azizie ein palestínsku flóttakvennanna á Akranesi segir konurnar 30 sem fluttu hingað frá einum illræmdustu flóttamannabúðum í heimi sakna fjölskyldna sinna sem urðu eftir. Það sé erfitt að aðlagast jafn framandi landi eins og Íslandi en þær leggi sig allar fram.

Fatin og þrjár aðrar konur voru í Borgarleikhúsinu í dag en þær samþykktu að lána leikhúsinu rödd sína og tilfinningar til að nota í hljóðmynd sem Magga Stína er að semja við leikritið Ég heiti Rachel Curry sem fjallar um bandarískan friðargæsluliða sem lést við að verja hús palestínskrar fjölskyldu. Magga Stína fékk hugmyndina þegar hún sá Fatin Al Azizie tjá sig með kröftugum hætti á mótmælafundi hjá samtökunum Ísland Palestína.

María Ellingsen leikstjóri sýningarinnar segir að leikarar séu að fjalla um heiminn en samt innilokaðir allan daginn í svörtum kassa, og missi jafnvel af fréttum. Hún segir að heimurinn hafi komið í Borgarleikhúsið í morgun, það hafi verið algerlega magnað. Sjá MBL sjónvarp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert