Nokkur skip að veiðum

Aðalsteinn Jónsson SU 11
Aðalsteinn Jónsson SU 11

Nokkur loðnuskip eru nú að veiðum vestur af Reykjanesi. Þar er þokkalegt veður. Þar voru í morgun m.a. Aðalsteinn Jónsson SU og Lundey NS að veiðum. Börkur NK var einnig kominn á miðin.

Aðalsteinn Jónsson SU var nýkominn á miðin í morgun til að veiða það sem þeir eiga eftir af sínum skammti. Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri sagði að þeir sæju loðnu á miðunum. Þeir á Aðalsteini fengu úthlutað rúmlega 1,300 tonnum af loðnu. Skipið landaði 800 tonnum af frystri loðnu í Hafnarfirði í gær en aflinn er unninn um borð. Þorsteinn sagði að mikið væri komið af hrognum í loðnuna og nefndi að hrognafyllingin væri um 26%.

Aðalsteinn Jónsson SU tók þátt í loðnuleitinni. Þorsteinn skipstjóri kvaðst ekki eiga von á að gefinn yrði út viðbótarkvóti á loðnu, nema meira mældist af henni á miðunum en mælst hefur hingað til. 

Sturla Þórðarson skipstjóri á Berki NK sagði að þeir hafi séð eitthvað af loðnu með suðurströndinni í gær. Hann sagði að gögnin úr loðnuleitinni yrðu send til Hafrannsóknastofnunarinnar sem síðan tæki ákvörðun um framhaldið. Bræla var meðan á leitinni stóð. Sturla sagði að þeir væru nú komnir vestur fyrir Reykjanes til þess að skoða ástandið, en þeir væru hættir loðnuleit. Þeir á Berki NK eiga eftir smá slatta af loðnuskammtinum sem þeim var úthlutað.

Börkur NK.
Börkur NK. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert