Lúxusbílar staðgreiddir

Landsbankinn ætlar ekki að selja bílaflota sinn undir markaðsvirði. Yfirstjórn bankans bjóðast bifreiðarhlunnindi, en ekki hafa allir þegið þau og þar á meðal Ásmundur Stefánsson. Kaupþing hefur selt 27 af 62 bílum Kaupþins en 47 bílanna voru í eign bankans vegna bifreiðahlunninda starfsmanna. Nítján bílanna seldu þeir í janúar eftir að hafa haft samband við nokkrar bílasölur og leitað tilboða.

Fyrrverandi fjármálaráðherra, Árni Mathiesen, segir bankann ekki hafa sótt leyfi hans fyrir sölunni. Hann hafi reynt að stýra ekki bönkunum úr fjármálaráðuneytinu og treyst því að menn væru þeim vanda vaxnir að selja bíla á sem hæstu verði. Hann hafi ekki forsendur til að meta hvort það hafi verið gert. „Í fljótu bragði hefði verið skynsamlegri leið að auglýsa bílana til sölu,“ segir hann.

Finnur Sveinbjörnsson er sáttur við söluferli þessara 27 bíla. Bókfært verð þeirra var samkvæmt upplýsingum bankans 139 milljónir króna, matsverð 128 milljónir og söluverð 90 milljónir staðgreitt. Átta bílanna voru metnir af tveimur bílasölum og enginn þeirra seldur undir bókfærðu verði, en í janúar voru 19 bílar seldir með þeim hætti að leitað var tilboða hjá bílasölum og besta tilboðinu að mati bankans tekið, þó ekki því hæsta því þar var óskað lánafyrirgreiðslu.

Landsbankinn gat ekki upplýst hve margar bifreiðar bankinn ætti en staðan er önnur hjá Glitni en hinum ríkisbönkunum tveimur. Þar er 31 bifreið í umsjá bankans, 23 starfsmenn aka um á bílum hans á uppsagnarfresti og greiða af þeim hlunnindum skatt. Bankastjórinn hefur bifreiðahlunnindi. Bílarnir eru að stærstum hluta í rekstrarleigu. Þeir verða því ekki seldir en unnið er að því að skila bílunum til bifreiðaumboða. „Það er snúinn gjörningur og getur kostað meira en að hafa bifreiðarnar út leigutímann,“ segir Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis. Bankinn leiti lausna.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert