Hafa áður áreitt Íslendingana

Frá verslunargötu í Haslev.
Frá verslunargötu í Haslev.

„Þeir hafa ítrekað áreitt okkur og reynt að koma af stað illindum. Atvikið í gærkvöldi var ekkert einsdæmi þó það hafi endað með skotárás,“ segir íslensk kona sem í gærkvöld lenti ásamt þremur öðrum Íslendingum og dönskum manni í átökum við tvo Dani á krá í Haslev á Sjálandi. Danirnir hleyptu af skotum úr afsagaðri haglabyssu. Þeir eru nú í haldi lögreglu.

Fjórir Íslendingar og einn Dani, sem brugðu sér á krá í Haslev á Sjálandi í gærkvöld sluppu ómeiddir eftir að tveir Danir sem áreittu þau, hugðust ná sér niðri á þeim. Konan sem ekki vill láta nafns síns getið, var ásamt manni sínum og tveimur sonum og dönskum tengdasyni á krá í Haslev.

Konan segir að tveir Danir sem vanið hafa komur sínar á kránna, hafi byrjað að áreita annan son sinn, hrinda honum og kýla í líkamann og loks hafi annar Dananna slegið hann hnefahöggi í andlitið. Þá hafi drengurinn snúist til varnar og bróðir hans fljótlega komið honum til hjálpar. Þeir skildu Danina tvo eftir í gólfinu en að svo búnu kom fólkið sér út og hélt heim. Þau eru öll búsett rétt utan við Haslev á Sjálandi.

Konan segir að þau hafi haft samband við lögreglu þegar heim var komið og skýrt frá slagsmálunum en lögregla hafi ekkert aðhafst.

Danirnir tveir sem lágu eftir á kránni kölluðu til félaga sinn, sem mætti með afsagaða haglabyssu. Þeir stóðu í þeirri trú að Íslendingarnir byggju á stúdentaíbúðum í Haslev og héldu þangað.

Hleyptu Danirnir nokkrum skotum af afsagaðri haglabyssu á glugga íbúðar en þar voru hins vegar Pólverjar sem tengdust málinu ekki á nokkurn hátt.

Árásarmennirnir, sem eru 24, 25 og 31 árs, voru handteknir í nótt og eru þeir allir í haldi lögreglu.

Ólíkt þessari haglabyssu var haglabyssan sem Danirnir notuðu afsöguð.
Ólíkt þessari haglabyssu var haglabyssan sem Danirnir notuðu afsöguð.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert