Minnisvarði óráðsíu?

„Ásvallalaug verður því miður minnisvarði um gegndarlausa eyðslu og fjármálaóstjórn meirihluta Samfylkingarinnar í Hafnarfirði,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, um kostnaðinn við byggingu nýrrar sundlaugar í Hafnarfirði, Ásvallalaugar.

Áætlaður kostnaður við byggingu sundlaugarinnar var tæplega tveir milljarðar króna. Kostnaður við laugina nú er áætlaður 3 til 3,5 milljarðar króna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en lokauppgjör vegna byggingarinnar hefur þó ekki verið birt enn.

„Það er með ólíkindum að hér hafi þurft að reisa eina fullkomnustu og líklega dýrustu sundlaug í Evrópu. Í árferði eins og nú er þessi kostnaður auðvitað grátlegur,“ segir Rósa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert