Vilja að lánstími verði tvöfaldaður

mbl.is

Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum skorar á formenn stjórnarflokkanna að gefa öllum húsnæðiseigendum kost á að lengja nú þegar í fasteignalánum um 100%. Þar gildi einu hvort um er að ræða erlend myntkörfulán eða verðtryggð lán. Sem dæmi þá yrði láni til 40 ára breytt í 80 ára lán.

Konur í Frjálslynda flokknum segja þetta skjótvirkustu lausnina þar til ríkisstjórnin finnur réttu leiðin til að koma til móts við fjölskyldur og fyrirtæki í landinu til frambúðar.

Áskorun Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum er beint til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs-, landbúnaðar- og fjármálaráðherra.

Með því að tvöfalda lánstímann, telja konur í Frjálslynda flokknum að afborganir hjá hverri fjölskyldu, yrðu svipaðar og fyrir bankahrunið. Þá væri með þessum aðgerðum verið að koma hjólum atvinnulífsins af stað með því að auka neyslu meðal þjóðarinnar, sem skilar sér í ríkissjóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert