Leggja til 20% niðurfellingu skulda

Framsóknarflokkurinn leggur til að öll húsnæðislán verði færð frá bönkum til Íbúðalánasjóðs. Þá verði miðað við afskrift sem varð eða verður við lánaflutning frá gömlu bönkunum í nýju bankana. Íbúðalánasjóður veiti svo flata 20% niðurfellingu skulda vegna allra húsnæðislána.

Einnig leggja Framsóknarmenn til 20% niðurfellingu skulda fyrirtækja. Þannig verði eitt látið yfir alla ganga. Illa stödd fyrirtæki verði líklega gjaldþrota þrátt fyrir þessa niðurfellingu. Niðurfelling upp á 20% geti hins vegar skipt sköpum fyrir sæmilega stödd fyrirtæki. Þau geti þá haldið áfram rekstri og komist hjá því að segja upp fólki. Vel stödd fyrirtæki geti notað þessa niðurfellingu til að efla rekstur sinn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að margir erlendir kröfuhafar væru nú þegar búnir að afskrifa eða færa mjög niður kröfur sínar á Íslendinga. 

Tillögur Framsóknarflokksins 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert