Ekki rætt um Seðlabanka

Frá fundi viðskiptanefndar Alþingis í morgun.
Frá fundi viðskiptanefndar Alþingis í morgun. mbl.is/Heiðar

Fundi viðskiptanefndar Alþingis er lokið. Frumvarp um Seðlabankann var ekki til umræðu á fundinum og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, sem í gær greiddi atkvæði með tillögu sjálfstæðismanna í nefndinni um að fresta því að afgreiða frumvarpið frá nefndinni, sat ekki fundinn.

Samkvæmt dagskrá Alþingis á þriðja umræða um seðlabankafrumvarpið að fara fram í dag en frumvarpið er enn fast í viðskiptanefnd eins og áður sagði. Hins vegar er gert ráð fyrir því, að hægt verði að boða fund í nefndinni með stuttum fyrirvara ef þannig ber undir.

Birgir Ármannsson, þingmaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd, segist ekki telja ástæðu til þess að ætla að málið komist á dagskrá Alþingis í dag þar sem nefndin hefur ekki enn lokið umfjöllun sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert