Ráðin forstjóri þjónustumiðstöðvar fyrir blinda

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Huld Magnúsdóttur forstjóra þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, til næstu fimm ára frá 1. mars næstkomandi. Alls bárust 25 umsóknir um stöðuna. Ráðningarfyrirtækið Capacent aðstoðaði félags- og tryggingamálaráðuneytið við faglega úrvinnslu og mat á hæfni umsækjenda.

Huld hefur starfað hjá Össuri hf. í 15 ár. Hún hefur langa stjórnunarreynslu að baki og undanfarin ár hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri framleiðslu- og dreifingarsviðs Össurar í Bandaríkjunum. Hún  er með BA próf í alþjóðasamskiptum frá University of Sussex í Englandi og hefur samhliða starfi sínu í Bandaríkjunum stundað meistaranám í viðskiptum við Viðskiptaháskólann á Bifröst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert