Stærstu sveitarfélögin auka skattheimtu

mbl.is/ÞÖK

Fjölmennustu sveitarfélög landsins hafa flest hækkað útsvar frá fyrra ári. Útsvar hækkar í flestum sveitarfélögum um 0,25 prósentustig á milli ára, úr 13,03% í 13,28%.  Sorphirðugjöld hækka hjá flestum sveitarfélögum og nemur hækkunin allt að 50%.

Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman upplýsingar um breytingar á útsvari og álagningu fasteignagjalda í 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins á árinu 2009.

Útsvarið hækkar mest frá fyrra ári í Reykjanesbæ um 0,58 prósentustig úr 12,7% í 13,28%. Fasteignaskattur er víðast óbreyttur frá fyrra ári en hækkar mest í Skagafirði um 16,5% og á Akureyri um 14%, að teknu tilliti til breytinga á fasteignamati. Af þeim gjöldum sem innheimt eru með fasteignagjöldum, hækka sorphirðugjöld mest frá fyrra ári. Sorphirðan hækkar í flestum sveitarfélögunum, en mest hækkun er í Skagafirði þar sem gjaldið hækkar um 50% á milli ára og á Akureyri og Akranesi þar sem hækkunin nemur 35%.

Útsvar

Ellefu af þeim 15 sveitarfélögum sem skoðuð voru, innheimta nú hámarks leyfilegt útsvar, 13,28% og hækkar útsvar víðast hvar um 0,25 prósentustig frá fyrra ári. Í Reykjavík og Mosfellsbæ er útsvarið 13,03%, í Garðabæ 12,46% og á Seltjarnarnesi 12,1%. Mest hækkun á útsvari á milli ára er í Reykjanesbæ sem hækkar útsvarsprósentuna um 0,58 úr 12,7% í 13,28%.

Fasteignagjöld

Til þess að átta sig á því hvernig fasteignagjöld breytast á milli ára er nauðsynlegt að skoða samhliða breytingar á álagningarhlutfalli sveitarfélaga og breytingar á fasteignamati íbúðarhúsnæðis í viðkomandi sveitarfélagi. Fasteignamatið er sá stofn sem notaður er til álagningar á fasteignasköttum, lóðarleigu, holræsagjaldi og í flestum sveitarfélögum einnig vatnsgjaldi fyrir kalt vatn. Sorphirðugjald sem innheimt er með fasteignagjöldum er hins vegar fast gjald sem er óháð fasteignamati eignarinnar.

Fasteignaskattur

Að teknu tilliti til breytinga á fasteignamati hækkar fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði mest á milli ára í Skagafirði um 16,5%, á Akureyri um 14% og í Vestmannaeyjum um 10%. Árborg er eina sveitarfélagið sem lækkar álagningarhlutfall fasteignaskatts á milli ára, en á móti vegur að fasteignarmat íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu hækkar um 5%. Að teknu tilliti til þessa lækkar fasteignaskattur í Árborg um 3,5% frá fyrra ári. Þá lækkar fasteignaskattur í fjölbýlishúsum í Hafnarfirði, Garðabæ, á Seltjarnar-nesi og Ísafirði um 5% á milli ára vegna lækkunar á fasteignamati.

Holræsagjald

Holræsagjald hækkar mest á milli ára á Akranesi, um 27%, í Kópavogi um 25% og í Vestmannaeyjum um 10%, að teknu tilliti til breytinga á fasteignamati. Á Akureyri lækkar holræsagjaldið um 12% vegna lækkunar á álagningarhlutfalli sveitarfélagins.

Lóðaleiga

Lóðaleiga hækkar mest á milli ára í Skagafirði, um 58% sem skýrist að mestu af hækkun á álagningu sveitarfélagsins. Í Kópavogi hækkar lóðaleiga um 15% vegna hækkunar á álagningu og í Vestmannaeyjum nemur hækkun lóðarleigunnar 10% sem skýrist af hækkun á fasteignamati.

Vatnsgjald

Vatnsgjald er hjá flestum sveitarfélögum innheimt sem hlutfall af fasteigamati en í Reykjavík, á Akureyri, Akranesi og í Vestmannaeyjum er innheimt fermetragjald auk fastagjalds fyrir notkun. Vatnsgjaldið hækkar mest á milli ára í Reykjavík og á Akranesi um 27%. Í Kópavogi hækkar vatnsgjaldið um 25%, á Akureyri um 15% og í Reykjanesbæ um 9% vegna hærri álagningar sveitarfélagsins og í Skagafirði nemur hækkunin 20% sem einnig má að mestu rekja til hækkunar á álagningu sveitar-félagins. Í Hafnarfirði lækkar vatnsgjaldið á milli ára vegna 13% lækkunar á álagningu sveitarfélagsins og í fjölbýlishúsum í Hafnarfirði bætist við lækkun á fasteigamati sem gerir það að verkum að vatnsgjaldið lækkar um 17%.

Talnaefni á vef ASÍ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Versnandi veður í kortunum

06:49 Nú snýst aftur í norðægar áttir með éljum og kólnandi veðri. Bæði getur fryst á blauta vegi víða um land og einngi má búast við skafrenningi, einkum norðan og austanlands. Meira »

Hafmeyjan hvílir á botni Tjarnarinnar

05:30 Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson féll af stalli sínum í Reykjavíkurtjörn í óveðrinu sem gekk yfir í byrjun nóvember síðastliðins. Meira »

Vantar tvö þúsund íbúðir

05:30 Samtök atvinnulífsins telja að í árslok 2016 hafi skort a.m.k. tvö þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í nýrri greiningu frá efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins Meira »

RÚV hefur frestað afborgunum af láni

05:30 Hagnaður af rekstri RÚV mun að óbreyttu ekki duga til að greiða niður allar skuldir félagsins. RÚV skuldaði um 5,9 milljarða um mitt þetta ár. Meira »

Kosningaferli endurtekið frá byrjun

05:30 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að ógilda kosningu vígslubiskups í Skálholtsumdæmi og einnig tilnefningar til vígslubiskupskjörs sem áður höfðu farið fram. Meira »

Grunnur borgarlínu veikur

05:30 Margt í tillögum um borgarlínu byggist á veikum grunni og gæti svo farið að farið verði út í mjög vafasamt samgöngukerfi.  Meira »

Andlát: Þröstur Sigtryggsson skipherra

05:30 Þröstur Sigtryggsson skipherra lést síðastliðinn laugardag, 9. desember. Hann var fæddur 7. júlí 1929, sonur hjónanna Hjaltlínu Margrétar Guðjónsdóttur, kennara og húsfreyju frá Brekku á Ingjaldssandi, og séra Sigtryggs Guðlaugssonar, prests og skólastjóra á Núpi í Dýrafirði. Bróðir Þrastar var Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri. Meira »

Árangur í baráttunni

05:30 Baráttan gegn spillingu á Íslandi hefur skilað árangri en þörf er á meira gagnsæi í upplýsingum um fjármál þingmanna.  Meira »

Fyrsta nýsmíðin fyrir Vísismenn frá byrjun

05:30 Forsvarsmenn Vísis hf. í Grindavík skrifuðu í gær undir samning um nýsmíði á 45 metra löngu og 10,5 metra breiðu línuskipi við skipasmíðastöðina Alkor í Póllandi. Meira »

Ögurvík endurnýjar Vigra RE-71

05:30 Útgerð Ögurvíkur hefur ákveðið að setja frystitogarann Vigra RE 71 á sölu. „Við héldum fund með áhöfninni í sl. viku, skipið er í slipp núna. Við tilkynntum að við hefðum hug á að endurnýja skipið, þ.e. setja Vigra á sölu og finna annað skip í staðinn.“ Meira »

Þrír árekstrar á Akureyri í kvöld

Í gær, 23:14 Þrír árekstrar hafa orðið með skömmu millibili á Akureyri í kvöld, en glerhált er á götum bæjarins eftir að snögghlýnaði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Að minnsta kosti einn áreksturinn, á gatnamótum Borgarbrautar og Glerárgötu, var töluvert harður, en lítil sem engin slys urðu á fólki. Meira »

Skúli Mogensen Markaðsmaður ársins

Í gær, 22:06 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air er Markaðsmaður ársins 2017, en það var samhljóða álit dómnefndar ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi, sem veitti Markaðsverðlaunin 2017 á Kjarvalstöðum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Skúla verðlaunin. Meira »

Þau hljóta Kraumsverðlaunin 2017

Í gær, 21:29 Kraumsverðlaunin voru afhent í tíunda sinn nú rétt í þessu á veitinga- og tónleikastaðnum Bryggjunni. Sex hljómsveitir og listamenn hlutu Kraumsverðlaunin í ár. Á meðal verðlaunahafanna eru fjórir kvenkyns listamenn og ein hljómsveit, Cyber, sem aðeins er skipuð konum. Meira »

Ráðist til atlögu við sífellt grárri tilveru

Í gær, 21:02 Norska litafræðingnum Dagny Thurmann-Moe finnst kominn tími á litabyltingu. Í nýútkominni bók sinni, Lífið í lit, gerir hún grein fyrir hvernig litanotkun getur stuðlað að heilnæmu umhverfi í góðu jafnvægi sem og þeim áhrifum sem litir og litleysi hafa á vort daglega líf. Meira »

Starfsfólki sagt upp á hverju ári

Í gær, 20:33 Starfsfólki í mötuneyti og á kaffistofum Háskóla Íslands er gjarnan sagt upp störfum á vorin og svo endurráðið að hausti. Dæmi eru um að eldri konur hafi starfað með þessum hætti áratugum saman. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Meira »

„Meirihluti íslenskra kvenna hórur“

Í gær, 21:10 Babtistaprestinum Steven L. Anderson í Arizona hefur lengi verið í nöp við Íslendinga. Nú hefur hann sent mynd á íslenska fjölmiðla þar sem hann rekur í löngu máli hvað sé að íslensku þjóðinni en þá einna helst lauslæti. Myndin var einnig sett á Youtube fyrir skömmu og hefur fengið 22 þúsund áhorf. Meira »

Heppinn miðaeigandi fékk 70 milljónir

Í gær, 20:54 Úlfar Gauti Haraldsson, rekstarstjóri flokkahappdrættis Háskóla Íslands, þurfti að beita öllum sínum sannfæringarkrafti til að fá vinninghafann til að trúa fréttunum þegar hann hringdi í hann. „Þegar viðkomandi vissi upphæðina þá bað hann mig um að hinkra aðeins því hann vildi setjast niður.“ Meira »

Tólf bjargað við hrikalegar aðstæður

Í gær, 20:17 Sjötíu ár eru liðin frá einhverju frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar 12 skipverjum var bjargað úr enska togaranum Dhoon við Látrabjarg, við hrikalegar aðstæður í miklu hafróti. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Styttur eftir Miðdal til sölu
Til sölu styttur eftir Guðmund frá Miðdal, Sólskríkjur Maríuerlur. Músarri...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...