FÍA harmar fjársvelti Gæslunnar

Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, harmar fjársvelti Landhelgisgæslu Íslands. Í ályktun FÍA segir að niðurskurðurinn birtist á öllum sviðum stofnunarinnar, nú síðast með uppsögnum á þremur þyrluflugmönnum.

Í ályktun FÍA segir að ef þyrluflugmönnum Gæslunnar verði fækkað, þýði það skerta þjónustu, m.a. við sjófarendur. Fram til þessa hafi fjöldi flugmanna Gæslunnar varla dugað til þess að hægt væri að manna tvær vaktir, sem er forsenda þess a' hægt sé að fara í björgunarflug út á opið haf.

FÍA skorar á ríkisstjórnina að hlutast til um að Gæslan fái það fé sem þarf til að hægt verði að reka stofnunina með sómasamlegum hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert