Sjá ekki ástæðu til að svara

Hluti Samninganefndar ASÍ
Hluti Samninganefndar ASÍ Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hittast í dag til að ræða stöðu kjaramála og frestun hækkana og endurskoðunar samningsins fram á sumar.

Formenn sex stéttarfélaga á landsbyggðinni, sem eru andvíg frestuninni, fengu á mánudag bréf frá Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ þar sem spurt er hvort félögin vilji segja sig frá samfloti ASÍ vegna endurskoðunar kjarasamninga. Félögin sem um ræðir eru Verkalýðsfélag Akraness, Framsýn stéttarfélag í Þingeyjarsýslum, Verkalýðsfélag Þórshafnar, AFL starfsgreinafélag á Austurlandi, Drífandi í Vestmannaeyjum og Verkalýðsfélag Vestfjarða.

Félögin hafa lýst andstöðu við að fresta fram á sumar, endurskoðun kjarasamninga vegna brostinna forsendna og þeim launahækkunum sem koma eiga til framkvæmda 1. mars. Á formannafundi ASÍ 16. febrúar sl. var mikill meirihluti fylgjandi frestun og var samninganefnd ASÍ falið að taka endanlega ákvörðun. Félögin sem andvíg voru frestun lögðu til að efnt yrði til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal launamanna um frestun. Tillagan var ekki afgreidd en henni var vísað til samninganefndar ASÍ.

Í bréfum sem félögin sex sendu Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ í dag ítreka félögin óskir um að efnt verði til allsherjaratkvæðagreiðslu um frestun.

Fyrsti fundur samninganefnda ASÍ og SA var í gær. Þrátt fyrir að stefnt sé að frestun endurskoðunar samningsins og launahækkana sem koma eiga til framkvæmda 1. mars er rætt um að hækka lágmarkstekjutryggingu eða lágmarkstaxtalaun. Þau eru nú um 145 þúsund krónum á mánuði og er rætt um allt að sex þúsund króna hækkun. Ein aðalröksemdin fyrir sérstakri hækkun lágmarkslauna er að grunnatvinnuleysisbætur eru nú 149.523 krónur á mánuði, eða um fimm þúsund krónum hærri en lágmarkslaun. Lítill hópur tekur laun samkvæmt lágmarkstaxta en ótækt þykir að hafa slíkt misræmi og því er rætt um að lyfta þeim upp fyrir grunnatvinnuleysisbætur.

Ekki er hljómgrunnur hjá SA fyrir öðrum hækkunum en samkvæmt gildandi samningi eiga lægstu laun að hækka um 13.500 krónur en almenn hækkun á að vera 3,5%. 

SA hefur óskað eftir svigrúmi til að standa við kjarasamninginn en fresta taxtahækkunum um nokkra mánuði. Rætt er um að fresta endurskoðun fram á sumar eða til júníloka hið minnsta. Ekki þykir fýsilegt að leita eftir þríhliða samkomulagi, ríkis, Atvinnulífs og verkalýðshreyfingar fyrr en eftir alþingiskosningar og stjórnarmyndun, þegar menn þykjast hafa fastara land undir fótum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert