Sakar forseta Alþingi um valdníðslu

Höskuldur Þórhallsson.
Höskuldur Þórhallsson.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, sakaði forseta Alþingis um valdníðslu þegar hann ákvað ítrekað sl. mánudag að fresta þingfundi vegna deilna um afgreiðslu seðlabankafrumvarpsins í viðskiptanefnd þingsins.

Sagði Höskuldur að þingið hefði beðið mikinn hnekki þegar forseti þingsins ákvað að stöðva lýðræðislega umræðu sl. þingfundur var stöðvaður. „Þetta er einhver grófasta misbeiting á valdi í sögu íslenska lýðveldisins," bætti hann við.

Höskuldur sagði, að þjóðin hefði lengi mátt þola illdeilur tveggja fylkinga, sem hafi barist um völdin í landinu. Þessar illdeilur hefðu m.a. birtst í fjölmiðlamálinu svonefnda, Baugsmálinu, málefnum RÚV ohf. og nú seðlabankamálinu.

„Kannski eiga þessar illdeilur stóran þátt í þeim vanda, sem þjóðin glímir við í dag og  því hruni, sem orðið hefur hér í efnahagskerfinu," sagði Höskuldur og bætti við að hann tæki ekki lengur þátt í þessum skrípaleik og þjóðin væri búin að fá nóg. „Við á sem erum Alþingi eigum að hefja okkur upp yfir einhverjar illdeilur úti í samfélaginu og berjast fyrir því að mál séu unnin faglega frá upphafi til enda," sagði Höskuldur.

Ræða Höskuldar Þórhallssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert