Hægir á vexti atvinnuleysis

Engar nýjar hópuppsagnir höfðu síðdegis verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar fyrir þessi mánaðamót. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar segir að þó enn fjölgi á atvinnuleysisskrá, sé aukningin ekki jafnmikil og hún var um tíma í janúar. Nú eru 16.356 skráðir án atvinnu, 10.404 karlar og 5.949 konur.

Vinnumálastofnun kynnir í dag og á morgun, í samstarfi við norsku vinnumálastofnunina, atvinnutækifæri í Noregi. Á kynningunni gefst tækifæri til að fá upplýsingar um starfs- og búsetuskilyrði í Noregi, um laus störf og ekki síst tækifæri til að ræða beint og milliliðalaust við norska atvinnurekendur. Hátt í þrjátíu norsk fyrirtæki taka þátt í kynningunni.

„Þetta eru allra handanna störf en mörg fyrirtækjanna leita eftir iðnaðarmönnum,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.

Kynningin fer fram í Ráðhúsinu frá klukkan 17 til 21 í dag og frá klukkan 12 til 18 á morgun, laugardag.

Nánari upplýsingar er að finna hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert