Virðing þegar dauðinn nálgast

Kristín Sólveig Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur.
Kristín Sólveig Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur. mbl.is/Skapti

„Boðleiðir í heilbrigðiskerfinu þurfa að vera mjög stuttar þegar um alvarlega sjúkdóma er að ræða og heilbrigðisstarfsfólk þarf að bera gæfu til að sýna auðmýkt í starfi. Eigi fólk einhvern tíma heimtingu á virðingu og tillitssemi er það tvímælalaust þegar það er við dauðans dyr," segir Kristín Sólveig Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur á Akureyri, en hún hefur gert rannsókn á reynslu og lífsgæðum fólks með banvæna sjúkdóma.

Reiði fólks sem fengið hefur ranga greiningu er sérstaklega mikil í garð kerfisins og hún getur smitað hratt út frá sér. „Það er ekki góð tilfinning þegar dauðinn nálgast að vera algjörlega háður þjónustu kerfis sem fólki finnst hafa brugðist sér," segir Kristín. Rætt er við hana í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Samstöðu vantar

„Það á ekki að hætta fyrr en meinið finnst," sagði einn viðmælenda Kristínar sem greindist með krabbamein eftir að hafa gengið milli lækna. „Það vantar samstöðu, það vantar að vinna sem ein heild. Það er fullt af tækjum og gríðarlegri þekkingu. Það er í raun ekkert kerfi í gangi. Ég held að það myndi spara þjóðfélaginu stórpening og manneskjunum mikla hremmingu."

Annar viðmælandi segist eiginlega ekki treysta læknum lengur. „Mér finnst eins og ég ein geti passað mig. Það er greinilega enginn annar sem vill gera það." 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert