Ólíklegt að rýma þurfi fleiri hús

Mikill snjór er í Bolungarvík eins og þessi mynd, sem …
Mikill snjór er í Bolungarvík eins og þessi mynd, sem tekin var í dag, sýnir. Ljósmynd/Hafþór

Örn Ingólfsson, snjóathugunarmaður á Ísafirði, á ekki von á að rýma þurfi fleiri hús þar í bæ. „Það er nánast séð fyrir endann á þessu ef að spár ganga eftir, eins og þær hafa verið að gera fram að þessu,“ segir hann. Gert er ráð fyrir að dragi úr ofankomu er líður á daginn þó að áfram blási. Lægja á hins vegar er kvölda tekur.

„Ég á ekki von á að það þurfi að rýma fleiri hús. Þetta er það stutt tímabil að það kæmi mér á óvart ef  að svo yrði.“

Örn segir ekki vitað til þess að fleiri skriður hafi fallið. „Nú eru hins vegar vegirnir lokaðir og fyrstu upplýsingar sem við fáum eru yfirleitt um skriður sem fara út á vegi.“

Um 40 sm léttur snjór hafi þakið stórann hluta svæðisins í gær og það sé sú þekja sem að nú sé að hreyfa sig með vindinum. „Það þarf lítið til að hún fari af stað því hún er svo létt.“

Örn gerir ráð fyrir að fylgst verði áfram með aðstæðum fram eftir degi en á von á að hættuástandið verði yfirstaðið á miðnætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert