Nýjar reglur um skipan dómara

Guðrún Erlendsdóttir
Guðrún Erlendsdóttir mbl.is/Kristinn

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun nýja þriggja manna nefnd, sem á að móta nýjar reglur um skipan dómara við hæstarétt og héraðsdóm. Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, gegnir formennsku í nefndinni.

Auk Guðrúnar eiga sæti í nefndinni þeir Hákon Árnason, hæstaréttarlögmaður, og Ómar H. Kristmundsson stjórnmálafræðingur og prófessor. Nefndin er skipuð til samræmis við verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar.

Meðfram starfi nefndarinnar mun starfa samráðshópur, skipaður af félagsamtökum og samtökum á vinnumarkaði. Vonast er til þess að vinna nefndarinnar hafi áhrif á skipun dómara eftir 1. september á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert