„Þessa leiki þarna suðurfrá“

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í gær að minna yrði af loftrýmiseftirliti „eða æfingaflugi eða hvað við viljum kalla það, þessa leiki þarna suðurfrá“ en efni hefðu staðið til.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefði úr utanríkisráðuneytinu yrði kostnaður af loftrýmiseftirliti Dana síðar í þessum mánuði mun minni en gert var ráð fyrir þegar fjárlög voru afgreidd. Aðeins yrði um fáeinar milljónir að ræða og jafnvel myndi eitthvað af því loftrýmiseftirliti sem áætlað var falla niður.

Þá sagði Steingrímur jafnframt að hann teldi að hægt væri að spara verulega í þeim störfum sem Varnarmálastofnun innir af hendi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert