Afnotagjöld RÚV í einni greiðslu

Neytendasamtökin benda á að nefskattur sem kemur í stað afnotagjalda RÚV, verður innheimtur í einu lagi með álagningu tekjuskatts þann 1. ágúst. Fyrir hjón með þrjá unglinga, eldri en 16 ára, getur þetta þýtt 86 þúsund króna kostnaðarauka í byrjun ágúst.

Neytendasamtökin benda fólki á að hafa í huga að einn liður í föstum útgjöldum heimilisbókhaldsins hefur tekið breytingum, úr jöfnum mánaðarlegum greiðslum í eina stóra greiðslu sem kemur til innheimtu í ágústbyrjun. Það er hinn svokallaði nefskattur fyrir RÚV.
 
Samkvæmt lögum sem samþykkt voru skömmu fyrir jólaleyfi Alþingis, var ákveðið að leggja afnotagjald Ríkisútvarpsins niður frá og með 1. janúar 2009. Í stað afnotagjalds kemur nefskattur, sem verður 17.200 krónur fyrir árið 2009. Gjaldið greiða allir þeir sem greiða í Framkvæmdasjóð aldraðra, þ.e. allir á aldrinum 16 til 70 ára sem eru yfir skattleysismörkum, en þau eru um 1.360.000 krónur vegna ársins 2008. Þá greiða allir lögaðilar útvarpsgjald. Áætlað er að greiðendur gjaldsins geti verið um 205.000 á árinu 2009.

Á vefsíðu Neytendasamtakanna segir að margir neytendur skoði ekki reglulega boðgreiðslur á kreditkortum eða beingreiðslur af bankareikningi sínum. Oft hafi komið í ljós að greiðslur hafi verið skuldfærðar í marga mánuði og jafnvel ár fyrir þjónustu sem fólk telur sig hafa sagt upp fyrir löngu. Það sé því alveg eins víst að fólk átti sig ekki á að frá áramótum lögðust af fastar skuldfærslur fyrir afnotagjald RÚV.

Nefskatturinn verður innheimtur með álagningu tekjuskatts og mun því ekki koma til kasta afnotadeildar RÚV, enda verður sú deild lögð niður 1. apríl nk. Þá verður fólk að snúa sér til skattayfirvalda ef það hefur eitthvað að athuga við þessa innheimtu. Í lögunum kemur fram að gjalddaginn fyrir þennan skatt er aðeins einn, 1. ágúst ár hvert og dreifist ekki á fleiri mánuði eins og tekjuskattur gerir. Launagreiðendur fá því kröfu frá innheimtumönnum um að draga þennan skatt af launum hvers og eins. Það er því ljóst að útborguð laun 1. ágúst verða 17.200 krónum lægri en margur gerir ráð fyrir. Þetta á einnig við um þá sem eru á atvinnuleysisbótum, segir á vefsíðu Neytendasamtakanna.

Hjá hjónum er nefskatturinn 34.200 krónur og auð auki 17.200 krónur fyrir hvern einstakling eldri en 16 ára. Fyrir hjón með þrjá unglinga, 16 ára og eldri, getur þetta þýtt 86.000 króna óvæntan kostnaðarlið fyrir fjölskylduna 1. ágúst nk.

Hjá flestum birtist skýrt í útreikningi á rafrænum framtölum hvaða upphæð má búast við á álagningarseðlum og vilja Neytendasamtökin hvetja fólk til að gera ráð fyrir nefskattinum í heimilisbókhaldi sínu.

Heimasíða Neytendasamtakanna

mbl.is

Innlent »

Níu athugasemdir við nýtt fiskeldi

13:03 Frestur til að gera athugasemdir vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri er liðinn. Níu athugasemdir bárust vegna framkvæmdarinnar en Fiskeldi Austfjarða vill hefja tvö þúsund tonna laxeldi á svæðinu. Meira »

Vextir fylgja ekki efnahagsþróun

12:38 Í nýútkomnu Efnahagsyfirliti VR kemur fram að vextir á Íslandi voru mun hærri hér á landi árið 2011 en þeir eru í nágrannalöndum okkar nú. Þar eru vextir nánast þeir sömu nú og voru hér á landi fyrir sex árum. Meira »

Hærri skattttekjur vegna betra árferðis

11:59 Stór hluti af auknum skatttekjum sem Píratar boðuðu í tillögum sínum til fjárlaga fyrir löggjafaþingið 2017 til 2018, þar á meðal varðandi tekjuskatt og virðisaukaskatt, er til kominn vegna betra árferðis. Þetta segir Smári McCarthy, Pírati. Meira »

Vill að stjórnvöld afturkalli lögbannið

11:19 „Ég skora á íslensk stjórnvöld að stilla sig um að beita frekari hömlum á umfjöllun fjölmiðla um þetta mál og afturkalla þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í.“ Þetta sagði Harlem Désir, fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, á ráðstefnu í morgun. Meira »

Svört náttúruvernd valdi sundrungu

11:02 „Það hefur verið alið á fordómum í garð tiltekins ferðamáta, sem er umferð vélknúinna ökutækja. Það hefur þótt beinlínis fínt að ala á fordómum í okkar garð en við bendum á að öflugustu náttúruverðirnir eru þeir sem þekkja landið sitt og fá að ferðast um það,“ segir fulltrúi samtaka útivistarfélaga í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Meira »

Allir opnir fyrir skosku leiðinni

10:56 Forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga eru allir opnir fyrir því að skoska leiðin svokallaða verði skoðuð sem úrræði fyrir flugsamgöngur á Íslandi. Meira »

„Þetta slefar í storm“

10:40 „Þetta verður svona í dag, það lægir ekki að neinu ráði,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hvasst er á suðvesturhorninu og fer vindur í hviðum yfir 30 m/​s. Meira »

„Annar hver lífeyrisþegi á 50 milljónir“

10:53 „Fimmtíu milljóna króna viðskipti eru ekkert langt frá einhverju venjulegu fólki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Meira »

Mest áhrif á útflutning á fiski

10:18 „Þetta hefur einhver áhrif hér. Fjöldi fólks starfar við þetta og áhrifin hríslast út um allt samfélagið. En það fer ekki allt á annan endann á einni viku,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar. Meira »

Íslenski hesturinn slær í gegn á netinu

08:18 Myndband sem kynnir gangtegundir íslenska hestsins hefur slegið í gegn á Facebook. Um miðjan dag í gær höfðu um 600 þúsund manns um allan heim skoðað myndbandið á sex dögum, tæplega 10 þúsund manns líkað við það, því hafði verið deilt 6.400 sinnum og rúmlega 2 þúsund skrifað athugasemdir. Meira »

Vill styrkja félagslegu stoðina

08:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningarnar í haust snúist einkum um aukinn jöfnuð og lífskjör venjulegs fólks. Þá þurfi að blása til stórsóknar í menntamálum til þess að mæta þeim áskorunum sem stafræna tæknibyltingin hafi í för með sér. Meira »

70-80 horfið á 97 árum

07:57 Saknað - Íslensk mannshvörf 1930-2018 er vinnuheiti bókar Bjarka H. Hall sem á að koma út á seinni hluta næsta árs. Bjarki hefur unnið að ritun bókarinnar í frístundum sínum. Meira »

Breytt notkun bílastæða

07:37 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að almenn bifreiðastæði við Kjarvalsstaði verði eftirleiðis eingöngu ætluð fólksbílum. Þetta var gert að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Bálhvasst í hviðum

06:39 Mjög hvasst er í hviðum á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum til kvölds, en í Mýrdal og Öræfum á morgun. Hviður gætu farið yfir 30 m/s. Meira »

Með fíkniefni á Langholtsvegi

05:51 Lögreglan stöðvaði bifreið við Langholtsveg um hálftvö í nótt og fann lögreglumaður sterka fíkniefnalykt koma úr bifreiðinni. Ökumaðurinn afhenti þá lögreglunni fíkniefni sem hann var með á sér. Meira »

Stór skjálfti við Grímsey

06:47 Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð við Grímsey klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið eitthvað um skjálfta á þessum slóðum í nótt en annar skjálfti mældist 2,9 stig um hálffimmleytið í nótt. Meira »

Ekki gleyma aðstæðum fólks

05:51 Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

Furða sig á lyfjaútgáfu til barna

05:30 Formenn Barnageðlæknafélagsins og Barnalæknafélagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknisembættisins um lyfja- og geðlyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Fornhjól til sölu
Súkka 81 Gs 1000 L til sölu frábært hjól ekið aðeins 13000. m eð ca 20,000 km e...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Suzuki Swift GL 4wd 2008
Bíllinn er er mjög góður, ekinn 100 þús, gott lakk, endurnýjuð kúpling. Engin s...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...