Afnotagjöld RÚV í einni greiðslu

Neytendasamtökin benda á að nefskattur sem kemur í stað afnotagjalda RÚV, verður innheimtur í einu lagi með álagningu tekjuskatts þann 1. ágúst. Fyrir hjón með þrjá unglinga, eldri en 16 ára, getur þetta þýtt 86 þúsund króna kostnaðarauka í byrjun ágúst.

Neytendasamtökin benda fólki á að hafa í huga að einn liður í föstum útgjöldum heimilisbókhaldsins hefur tekið breytingum, úr jöfnum mánaðarlegum greiðslum í eina stóra greiðslu sem kemur til innheimtu í ágústbyrjun. Það er hinn svokallaði nefskattur fyrir RÚV.
 
Samkvæmt lögum sem samþykkt voru skömmu fyrir jólaleyfi Alþingis, var ákveðið að leggja afnotagjald Ríkisútvarpsins niður frá og með 1. janúar 2009. Í stað afnotagjalds kemur nefskattur, sem verður 17.200 krónur fyrir árið 2009. Gjaldið greiða allir þeir sem greiða í Framkvæmdasjóð aldraðra, þ.e. allir á aldrinum 16 til 70 ára sem eru yfir skattleysismörkum, en þau eru um 1.360.000 krónur vegna ársins 2008. Þá greiða allir lögaðilar útvarpsgjald. Áætlað er að greiðendur gjaldsins geti verið um 205.000 á árinu 2009.

Á vefsíðu Neytendasamtakanna segir að margir neytendur skoði ekki reglulega boðgreiðslur á kreditkortum eða beingreiðslur af bankareikningi sínum. Oft hafi komið í ljós að greiðslur hafi verið skuldfærðar í marga mánuði og jafnvel ár fyrir þjónustu sem fólk telur sig hafa sagt upp fyrir löngu. Það sé því alveg eins víst að fólk átti sig ekki á að frá áramótum lögðust af fastar skuldfærslur fyrir afnotagjald RÚV.

Nefskatturinn verður innheimtur með álagningu tekjuskatts og mun því ekki koma til kasta afnotadeildar RÚV, enda verður sú deild lögð niður 1. apríl nk. Þá verður fólk að snúa sér til skattayfirvalda ef það hefur eitthvað að athuga við þessa innheimtu. Í lögunum kemur fram að gjalddaginn fyrir þennan skatt er aðeins einn, 1. ágúst ár hvert og dreifist ekki á fleiri mánuði eins og tekjuskattur gerir. Launagreiðendur fá því kröfu frá innheimtumönnum um að draga þennan skatt af launum hvers og eins. Það er því ljóst að útborguð laun 1. ágúst verða 17.200 krónum lægri en margur gerir ráð fyrir. Þetta á einnig við um þá sem eru á atvinnuleysisbótum, segir á vefsíðu Neytendasamtakanna.

Hjá hjónum er nefskatturinn 34.200 krónur og auð auki 17.200 krónur fyrir hvern einstakling eldri en 16 ára. Fyrir hjón með þrjá unglinga, 16 ára og eldri, getur þetta þýtt 86.000 króna óvæntan kostnaðarlið fyrir fjölskylduna 1. ágúst nk.

Hjá flestum birtist skýrt í útreikningi á rafrænum framtölum hvaða upphæð má búast við á álagningarseðlum og vilja Neytendasamtökin hvetja fólk til að gera ráð fyrir nefskattinum í heimilisbókhaldi sínu.

Heimasíða Neytendasamtakanna

mbl.is

Innlent »

Reynt til þrautar að ná saman

05:30 „Ég get nú ekki sagt að þetta sé farið að mjakast í rétta átt. Menn eru að kasta á milli sín hugmyndum. Það er alla vega verið að tala saman svo við skulum ekki alveg gefa þetta upp á bátinn.“ Meira »

Aukin útgjöld valda áhyggjum

05:30 Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir ASÍ hafa áhyggjur af tekjugrunni ríkisfjármálanna í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar. Meira »

Vísar kæru á Loga frá

05:30 Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur vísað frá kæru sem barst í haust og sneri að því að Logi Már Einarsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið dóttur sína á unglingsaldri með sér í kjörklefann á kjörstað á Akureyri þegar kosið var til Alþingis 27. október. Meira »

Fimm hótelíbúðir á 500 milljónir

05:30 Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna. Eigandi íbúðanna keypti hús á lóðinni árið 2005 fyrir 48 milljónir og byggði stærra hús á grunni þess gamla. Meira »

VSK á fjölmiðla lækki einnig

05:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist þess fullviss að strax á næsta ári muni virðisaukaskattur á bækur lækka. Meira »

Velferðarmálin eru í brennidepli

05:30 Komið var fram á níunda tímann í gærkvöldi þegar fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Meira »

Ekkert samráð haft við íbúana

05:30 Einar Páll Svavarsson, íbúi í Mánatúni í Reykjavík, segir borgaryfirvöld ekki hafa tekið neitt tillit til gagnrýni íbúa í hverfinu á byggingu allt að 64 íbúða á lóðinni Borgartúni 24. Breyting á deiliskipulagi var auglýst í sumar. Skipulagssvæðið afmarkast af Samtúni, Borgartúni og Nóatúni. Meira »

Atvinnuþátttaka minnkar

05:30 Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur minni atvinnuþátttöku benda til að atvinnuleysi hafi náð lágmarki. Atvinnuleysi hafi aukist meðal erlendra ríkisborgara og mikill aðflutningur erlends vinnuafls náð hámarki. Meira »

Andlát: Leó Eiríkur Löve

05:30 Leó Eiríkur Löve hæstaréttarlögmaður lést 10. desember sl., 69 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 25. mars 1948, sonur Guðmundar Löve, kennara og síðar skrifstofumanns hjá SÍBS, og Rannveigar Ingveldar Eiríksdóttur, kennara við Melaskóla og síðar kennsluráðgjafa í Reykjanesumdæmi. Meira »

Andlát: Arnbjörn Kristinsson

05:30 Arnbjörn Kristinsson, stofnandi og fv. forstjóri bókaútgáfunnar Setbergs, lést aðfaranótt miðvikudagsins 13. desember sl. á Vífilsstöðum, 92 ára að aldri. Meira »

Eldur í ruslagámi á Seltjarnarnesi

Í gær, 21:54 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi á Seltjarnarnesi. Meira »

Drógu vin sinn upp úr tjörninni

Í gær, 21:45 Lögreglan á Suðurnesjum varar við ótraustum ís á tjörnunum í Reykjanesbæ. Birti lögreglan í dag á Facebook-síðu sinni frásögn af 11 ára dreng sem datt ofan eina af tjörnunum, eftir að skilaboð bárust frá áhyggjufullu foreldri í bænum. Meira »

Samningar náðust ekki í kvöld

Í gær, 21:30 Fundi Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, vegna flugvirkja hjá Icelandair, lauk í kvöld án þess að samningar næðust. Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sagði þó einhverjar þreifingar vera í gangi á milli manna þegar mbl.is ræddi við hann á tíunda tímanum í kvöld. Meira »

Enginn fékk milljarðana 2,6

Í gær, 20:56 Fyrsti vinn­ing­ur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld en rúm­lega 2,6 millj­arðar króna voru í pott­in­um. Annar vinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni, en hann hljóðaði upp á tæpar 170 milljónir króna. Meira »

„Svo fylgdi Hofsjökull með í pakkanum“

Í gær, 20:44 Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri leggur til að aðgengi að fjölsóttum og viðkvæmum ferðamannastöðum verði takmarkað við lestarsamgöngur í jólaerindi sínu til starfsmanna. Hann telur heldur ekki nægar hömlur settar á notkun díselbílar og skammast yfir notkun þeirra í íslenskri náttúru. Meira »

Níræð hjón gætu tapað draumasiglingunni

Í gær, 21:08 „Það er töluverður fjöldi sem hefur verið að hafa samband, enda vorum við að upplýsa alla okkar farþega um stöðuna í dag, um yfirvofandi verkfall,“ segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður notenda- og þjónustuupplifunar hjá Icelandair. Meira »

„Góður fjölskyldufagnaður“

Í gær, 20:47 Senn líður að besta eða versta tíma ársins í matargerð á Íslandi, eftir því hver á í hlut, en það er Þorláksmessan. Þá er gjarnan tekið forskot á jólahátíðina og slegið upp veislu þar sem kæst skata og tindabikkja er borin á borð. Meira »

Þöggun beitt gegn starfsfólki spítalans

Í gær, 20:28 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í umræðu um fjárlagafrumvarpið í dag að þöggun væri beitt gegn starfsfólki Landspítalans. Hann sagði að starfsfólk mætti ekki tjá sig um nýjan Landspítala á nýjum stað. Gunnar sagði þetta hafa komið fram á fundi um spítalann sem haldinn var í Norræna húsinu í kosningabaráttunni. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

útskorið og flott sófaborð
er með fallegt sófaborð útskorið með svartri glerplötu á 35,000 kr sími 869-2798...
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
 
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...