Aukið eftirlit í Leifsstöð

Farþegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Farþegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Þorkell

Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur ákveðið að tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins fari fram í Flugstöð Leifs Eiríkssonar dagana 5.-7. mars 2009.

Aðildarríki Schengen-samstarfsins grípa til aðgerða af þessu tagi, þegar vísbendingar hafa borist um að án þeirra aukist hætta á að vegið sé að öryggi borgara þeirra. 

Ákvörðunin hefur verið tilkynnt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, samstarfsríkjum innan Schengen-samstarfsins og hlutaðeigandi yfirvöldum innanlands.

Leitast verður við að halda óþægindum fyrir almenna flugfarþega í lágmarki. Ráðlegt er fyrir þá sem ætla að koma til Íslands þessa daga að hafa persónuskilríki meðferðis, samkvæmt frétt á vef ráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert