Óvægin ummæli á bloggi

Sandgerði.
Sandgerði. www.mats.is

Móðir drengs í Grunnskólanum í Sandgerði segir að á bloggsíðum mbl.is sé spjótum beint allharkalega að tveimur drengjum, sem réðust á þriðja drenginn í skólanum. 

Í yfirlýsingu frá móðurinni segir, að þessir tveir drengir hafi verið sakaðir um ýmislegt sem þeir eigi ekki, t.d. að þarna sé um eitthvert kynþáttahatur og einelti af þeirra hálfu að ræða. Rekur móðirin atburðarásina eins og hún blasir við henni og syni hennar.

Yfirlýsing móðurinnar er eftirfarandi:

„Nú get ég ekki lengur látið sem ekkert sé. Ég hef verið að lesa ummæli sem fram koma á bloggsíðum á mbl.is vegna slagsmála í Grunnskólanum í Sandgerði.

Þar er spjótum beint allharkalega að drengjunum tveimur, þó sérstaklega öðrum, og skólastjóra Grunnskólans.

Upphaf þessa máls er það að á miðvikudagskvöld var haldið diskótek á sal skólans. Þessi skemmtun tókst í alla staði mjög vel, þar til rétt í lokin. Þá kom upp sú staða að umræddur drengur (fórnarlambið) fór að reyna að hoppa upp og ná upp í loft. En þar sem hann náði ekki upp tók annar drengur, sem er sonur minn, að kalla hann polla. Hans meining í því er sú að strákurinn væri það lítill að hann næði ekki upp. Þetta er allt sagt í gríni, því fórnarlambið er alls ekki lítið eða eitthvað smávaxið. En drengurinn reiddist snögglega við uppnefnið og sneri sér að syni mínum, tók hann kverkataki og skellti hnénu í nefið á honum og kýldi í andlitið. Að því loknu hljóp hann út úr skólanum og burt. Eftir lá minn sonur, alblóðugur, illa marinn á öðru auga, minna á hinu og með bólgið nef. Taldi læknir að hann hefði verið heppinn að nefbrotna ekki eða hljóta meiri skaða af. Allmörg vitni voru að þessari árás sem þótti ansi ósanngjörn, sérstaklega þar sem tveggja ára aldursmunur er á þessum tveimur drengjum.

Viðbrögð skólastjórans voru þau að hringja í mig strax um kvöldið. Þá var hún búin að fá skýringu frá syni mínum og aðstoða hann við að stoppa blóðnasir, sem voru ansi miklar. Þá var ákveðið að sonur minn kæmi strax í upphafi næsta dags upp á skrifstofu hennar ásamt hinum og þar yrðu málin útkljáð. Þetta gekk allt eftir og talið var að málinu væri lokið.

Annað hefur síðan komið í ljós, þar sem tveir drengir tóku málin í sínar hendur og ákváðu að hefna sín fyrir hann án þess að sonur minn færi fram á það.

Ég hafði ekki hugsað mér að tjá mig nokkuð um þetta mál en eins og málin hafa þróast get ég ekki orða bundist. Að sjálfsögðu er ekkert sem réttlætir þessar líkamsárásir, hvorki þá fyrri né þá seinni. En ég get ekki með nokkru móti annað en látið þessa hlið á málinu koma í ljós, þar sem búið er að saka þessa tvo drengi um ýmislegt sem þeir eiga ekki, t.d. að þarna sé um eitthvert kynþáttahatur og einelti af þeirra hálfu að ræða.

Eins og allir vita er starfsfólk úr ýmsum stéttum bundið trúnaði, þ.á m. starfsfólk Grunnskólans í Sandgerði. Ég er starfsmaður þar en ég er líka móðir. Þar af leiðandi er ég ekki að brjóta trúnaðareið með því að koma með þessa hlið á málinu. Ef skólastjóri skólans hefði hins vegar sagt frá þessu í umtöluðu viðtali hefði hún verið að brjóta trúnað.

Ég tel að í Grunnskólanum í Sandgerði sé unnið mjög gott starf, bæði í aga- og eineltismálum, og samskipti við foreldra og heimili séu mjög góð.

Ég geri ráð fyrir að þið áttið ykkur á því að þessum drengjum, öllum fjórum, og foreldrum þeirra líður ekki vel og þessi skrif sem hafa verið bæta ekki líðan þeirra.

Von mín er sú að með þessari yfirlýsingu skoði fólk málin og athugi það að það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum.

Sigríður H. Sigurðardóttir."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vinafagnaður með gleðisöng

Í gær, 23:47 „Söngurinn er þessi fagra leið að hjarta manneskjunnar. Hann eflir samkennd og færir fólk nær hvað öðru í vináttu. Í tónlist geta allir sameinast,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri en í dag eru liðin 50 ár frá því að Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kom saman til sinnar fyrstu æfingar. Meira »

Lögreglustjóri mátti þola áreitni

Í gær, 22:43 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tekur þátt í samfélagsmiðlabyltingunni #MeToo. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún segir að hún hafi mátt þola „allt það helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna.“ Meira »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

Í gær, 21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Guðni í opinberri heimsókn í Norðurþingi

Í gær, 21:36 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú opinberri heimsókn í Norðurþingi ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Hann mun koma víða við í heimsókn sinni, en í dag opnaði hann formlega sýningu um sögu hvalveiða og hvalaskoðunar við Ísland á Hvalasafninu á Húsavík. Meira »

Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi

Í gær, 20:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skaut föstum skotum að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á fundi um menntamál sem haldinn var á vegum Kennarasambands Íslands í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands í dag. Meira »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

Í gær, 19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Áfram stormur á morgun

Í gær, 18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

Í gær, 18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

Í gær, 17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

Í gær, 17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Lögbann á störf Loga

Í gær, 16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

Í gær, 16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

Í gær, 15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

Í gær, 15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

Í gær, 15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

Í gær, 15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

Í gær, 15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

„Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“

Í gær, 14:42 Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt við frekari birtingu frétta byggðum á gögnum úr Glitni banka, sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og krefst þess að lögbannið verði þegar látið niður falla, enda engir þeir hagsmunir í húfi sem réttlæta slíkar aðgerðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
 
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...