Óvægin ummæli á bloggi

Sandgerði.
Sandgerði. www.mats.is

Móðir drengs í Grunnskólanum í Sandgerði segir að á bloggsíðum mbl.is sé spjótum beint allharkalega að tveimur drengjum, sem réðust á þriðja drenginn í skólanum. 

Í yfirlýsingu frá móðurinni segir, að þessir tveir drengir hafi verið sakaðir um ýmislegt sem þeir eigi ekki, t.d. að þarna sé um eitthvert kynþáttahatur og einelti af þeirra hálfu að ræða. Rekur móðirin atburðarásina eins og hún blasir við henni og syni hennar.

Yfirlýsing móðurinnar er eftirfarandi:

„Nú get ég ekki lengur látið sem ekkert sé. Ég hef verið að lesa ummæli sem fram koma á bloggsíðum á mbl.is vegna slagsmála í Grunnskólanum í Sandgerði.

Þar er spjótum beint allharkalega að drengjunum tveimur, þó sérstaklega öðrum, og skólastjóra Grunnskólans.

Upphaf þessa máls er það að á miðvikudagskvöld var haldið diskótek á sal skólans. Þessi skemmtun tókst í alla staði mjög vel, þar til rétt í lokin. Þá kom upp sú staða að umræddur drengur (fórnarlambið) fór að reyna að hoppa upp og ná upp í loft. En þar sem hann náði ekki upp tók annar drengur, sem er sonur minn, að kalla hann polla. Hans meining í því er sú að strákurinn væri það lítill að hann næði ekki upp. Þetta er allt sagt í gríni, því fórnarlambið er alls ekki lítið eða eitthvað smávaxið. En drengurinn reiddist snögglega við uppnefnið og sneri sér að syni mínum, tók hann kverkataki og skellti hnénu í nefið á honum og kýldi í andlitið. Að því loknu hljóp hann út úr skólanum og burt. Eftir lá minn sonur, alblóðugur, illa marinn á öðru auga, minna á hinu og með bólgið nef. Taldi læknir að hann hefði verið heppinn að nefbrotna ekki eða hljóta meiri skaða af. Allmörg vitni voru að þessari árás sem þótti ansi ósanngjörn, sérstaklega þar sem tveggja ára aldursmunur er á þessum tveimur drengjum.

Viðbrögð skólastjórans voru þau að hringja í mig strax um kvöldið. Þá var hún búin að fá skýringu frá syni mínum og aðstoða hann við að stoppa blóðnasir, sem voru ansi miklar. Þá var ákveðið að sonur minn kæmi strax í upphafi næsta dags upp á skrifstofu hennar ásamt hinum og þar yrðu málin útkljáð. Þetta gekk allt eftir og talið var að málinu væri lokið.

Annað hefur síðan komið í ljós, þar sem tveir drengir tóku málin í sínar hendur og ákváðu að hefna sín fyrir hann án þess að sonur minn færi fram á það.

Ég hafði ekki hugsað mér að tjá mig nokkuð um þetta mál en eins og málin hafa þróast get ég ekki orða bundist. Að sjálfsögðu er ekkert sem réttlætir þessar líkamsárásir, hvorki þá fyrri né þá seinni. En ég get ekki með nokkru móti annað en látið þessa hlið á málinu koma í ljós, þar sem búið er að saka þessa tvo drengi um ýmislegt sem þeir eiga ekki, t.d. að þarna sé um eitthvert kynþáttahatur og einelti af þeirra hálfu að ræða.

Eins og allir vita er starfsfólk úr ýmsum stéttum bundið trúnaði, þ.á m. starfsfólk Grunnskólans í Sandgerði. Ég er starfsmaður þar en ég er líka móðir. Þar af leiðandi er ég ekki að brjóta trúnaðareið með því að koma með þessa hlið á málinu. Ef skólastjóri skólans hefði hins vegar sagt frá þessu í umtöluðu viðtali hefði hún verið að brjóta trúnað.

Ég tel að í Grunnskólanum í Sandgerði sé unnið mjög gott starf, bæði í aga- og eineltismálum, og samskipti við foreldra og heimili séu mjög góð.

Ég geri ráð fyrir að þið áttið ykkur á því að þessum drengjum, öllum fjórum, og foreldrum þeirra líður ekki vel og þessi skrif sem hafa verið bæta ekki líðan þeirra.

Von mín er sú að með þessari yfirlýsingu skoði fólk málin og athugi það að það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum.

Sigríður H. Sigurðardóttir."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Halldór gefur ekki kost á sér

18:35 Halldór Halldórsson hyggst ekki gefa kost á sér sem oddviti sjálfstæðismanna Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Segist hann hafa metið stöðuna í sumarfríinu og tekið ákvörðun fyrir tíu dögum. Meira »

Bagalegt að biðlistar séu langir

18:26 Það er mjög bagalegt að langir biðlistar eftir afplánun í fangelsum landsins leiði til þess að dómar fyrnist. Þeir dómar sem fyrnast eru þó jafnan dómar fyrir smávægilegustu brotin enda er allt kapp og áhersla lögð á að þeir afpláni sem gerst hafa sekir um alvarlegustu brotin segir dómsmálaráðherra. Meira »

Jeppi út af blautum malarvegi

17:51 Jeppabifreið valt við Þórisvatn á Héraði á fjórða tímanum í dag en sjö voru um borð í honum, fimm fullorðnir og tvö börn.  Meira »

Reykjavík í 37. sæti

17:34 Reykjavík er í 37. sæti yfir lífvænlegustu borgir heims ef marka má úttekt tímaritsins Economist. Hefur borgin stokkið upp um 15 sæti frá því árið 2015 er borgin sat í 52. sæti. Meira »

Allt að 97% verðhækkun

17:32 Verð á nýjum námsbókum fyrir framhaldsskóla hefur hækkað milli ára þar sem mest hækkun var heil 97%. Penninn-Eymundsson, Mál og Menning og A4 hafa hækkað verð á flestum nýjum námsbókum sem voru í könnunum ASÍ í fyrra á meðan allar verð Bókabúðarinnar Iðnú hafa lækkað. Meira »

Stúlkurnar „sviptar sínum rétti“

17:21 „Það er augljóst að fólk sættir sig ekki við svona ákvarðanir,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, en í dag voru undirskriftir tæplega 15 þúsund Íslendinga afhentar fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, þar sem þess var krafist að mál afganskra feðgina og nígerískrar fjölskyldu verði endurskoðuð. Meira »

57 milljónir fyrir 26 daga leigu

16:19 Vegagerðin greiddi Sæferðum rúmar 57 milljónir fyrir 26 daga leigu á ferjunni Baldri þegar hún leysti Herjólf af í vor vegna viðhalds. Meira »

Ný stjórn Bankasýslu ríkisins

16:50 Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Bankasýslu ríkisins. Þrír sitja í stjórninni, sem er skipuð til tveggja ára. Meira »

Velja ekki allar að fara í fóstureyðingu

16:16 Fullyrðingar í umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um að fóstrum með Downs-heilkenni sé eytt í næstum 100 prósent tilfella hér á landi, eru í raun ekki réttar. Þetta segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans Meira »

Reykjarmökkur barst frá Helguvík

15:50 Talsverður reykjarmökkur barst frá verksmiðju United Silicon í Helguvík fyrr í dag. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að umræddur reykur sé í raun ryk og að hann sé skaðlaus. Meira »

Einfalda skráningu íslensks ríkisborgararéttar

15:49 Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út drög að breytingum á lögum um íslenskan ríkisborgararétt og barnalögum. Ætlun frumvarpsins er að draga úr ríkisfangsleysi með því að einfalda möguleika á skráningu íslensks ríkisborgararétts til barna sem fæðast hér á landi og ungs fólks sem búið hefur hér á landi. Meira »

Hótaði að skjóta fólk vegna vatnsleka

15:34 Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglulið handtók í dag mann í Hafnarfirði sem hafði hótað að skjóta fólk í skrifstofuhúsnæði við Cuxhavengötu við Hafnarfjarðarhöfn Meira »

Umferðartafir á Kringlumýrarbraut

15:34 Umferðarslys varð fyrir stuttu á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar. veginum hefur ekki verið lokað en einhverjar tafir eru á umferð þar í suðurátt. Meira »

„Mun koma í bakið á okkur öllum“

13:52 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, fundaði í gær með Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra Noregs. Þetta upplýsir hún í samtali við mbl.is. Meira »

Tímasetningin ekki sú besta

13:30 Upplýsingafulltrú Reykjavíkurborgar kveðst skilja að framkvæmdir við Grensásveg valdi vegfarendum óþægindum og að tímasetning framkvæmdanna sé ekki sú besta. Meira »

Bandarísk herþota á miðjum vegi

14:29 Vegfarendur á Ásbrú ráku upp stór augu í dag þegar þeir sáu bandaríska herþotu á miðjum vegi í eftirdragi á eftir hvítum ISAVIA-pallbíl. Um er að ræða herþotu af gerðinni Phanton-F4 sem notaðar voru af Bandaríkjaher á árum áður. Meira »

Stýrir áætlun vegna húsnæðissáttmála

13:48 Velferðarráðuneytið hefur fengið Guðrúnu Ingvarsdóttur til að stýra innleiðingu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í húsnæðismálum samkvæmt sérstökum húsnæðissáttmála sem kynntur var nýlega. Meira »

„Ekki mönnum bjóðandi“

12:34 „Það væri óskandi að þetta gæti farið af stað, því það er mjög mikilvægt að þetta fari að lagast,“ segir Vilberg Þráinsson, oddviti Reykhólahrepps, um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit á Vestfjörðum. Vörubílar liggja fastir á núverandi malarvegi allan ársins hring vegna bleytu eða drullu. Meira »
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í ágúst. Allt til alls. Ve...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Harðviður til Húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...