Óvægin ummæli á bloggi

Sandgerði.
Sandgerði. www.mats.is

Móðir drengs í Grunnskólanum í Sandgerði segir að á bloggsíðum mbl.is sé spjótum beint allharkalega að tveimur drengjum, sem réðust á þriðja drenginn í skólanum. 

Í yfirlýsingu frá móðurinni segir, að þessir tveir drengir hafi verið sakaðir um ýmislegt sem þeir eigi ekki, t.d. að þarna sé um eitthvert kynþáttahatur og einelti af þeirra hálfu að ræða. Rekur móðirin atburðarásina eins og hún blasir við henni og syni hennar.

Yfirlýsing móðurinnar er eftirfarandi:

„Nú get ég ekki lengur látið sem ekkert sé. Ég hef verið að lesa ummæli sem fram koma á bloggsíðum á mbl.is vegna slagsmála í Grunnskólanum í Sandgerði.

Þar er spjótum beint allharkalega að drengjunum tveimur, þó sérstaklega öðrum, og skólastjóra Grunnskólans.

Upphaf þessa máls er það að á miðvikudagskvöld var haldið diskótek á sal skólans. Þessi skemmtun tókst í alla staði mjög vel, þar til rétt í lokin. Þá kom upp sú staða að umræddur drengur (fórnarlambið) fór að reyna að hoppa upp og ná upp í loft. En þar sem hann náði ekki upp tók annar drengur, sem er sonur minn, að kalla hann polla. Hans meining í því er sú að strákurinn væri það lítill að hann næði ekki upp. Þetta er allt sagt í gríni, því fórnarlambið er alls ekki lítið eða eitthvað smávaxið. En drengurinn reiddist snögglega við uppnefnið og sneri sér að syni mínum, tók hann kverkataki og skellti hnénu í nefið á honum og kýldi í andlitið. Að því loknu hljóp hann út úr skólanum og burt. Eftir lá minn sonur, alblóðugur, illa marinn á öðru auga, minna á hinu og með bólgið nef. Taldi læknir að hann hefði verið heppinn að nefbrotna ekki eða hljóta meiri skaða af. Allmörg vitni voru að þessari árás sem þótti ansi ósanngjörn, sérstaklega þar sem tveggja ára aldursmunur er á þessum tveimur drengjum.

Viðbrögð skólastjórans voru þau að hringja í mig strax um kvöldið. Þá var hún búin að fá skýringu frá syni mínum og aðstoða hann við að stoppa blóðnasir, sem voru ansi miklar. Þá var ákveðið að sonur minn kæmi strax í upphafi næsta dags upp á skrifstofu hennar ásamt hinum og þar yrðu málin útkljáð. Þetta gekk allt eftir og talið var að málinu væri lokið.

Annað hefur síðan komið í ljós, þar sem tveir drengir tóku málin í sínar hendur og ákváðu að hefna sín fyrir hann án þess að sonur minn færi fram á það.

Ég hafði ekki hugsað mér að tjá mig nokkuð um þetta mál en eins og málin hafa þróast get ég ekki orða bundist. Að sjálfsögðu er ekkert sem réttlætir þessar líkamsárásir, hvorki þá fyrri né þá seinni. En ég get ekki með nokkru móti annað en látið þessa hlið á málinu koma í ljós, þar sem búið er að saka þessa tvo drengi um ýmislegt sem þeir eiga ekki, t.d. að þarna sé um eitthvert kynþáttahatur og einelti af þeirra hálfu að ræða.

Eins og allir vita er starfsfólk úr ýmsum stéttum bundið trúnaði, þ.á m. starfsfólk Grunnskólans í Sandgerði. Ég er starfsmaður þar en ég er líka móðir. Þar af leiðandi er ég ekki að brjóta trúnaðareið með því að koma með þessa hlið á málinu. Ef skólastjóri skólans hefði hins vegar sagt frá þessu í umtöluðu viðtali hefði hún verið að brjóta trúnað.

Ég tel að í Grunnskólanum í Sandgerði sé unnið mjög gott starf, bæði í aga- og eineltismálum, og samskipti við foreldra og heimili séu mjög góð.

Ég geri ráð fyrir að þið áttið ykkur á því að þessum drengjum, öllum fjórum, og foreldrum þeirra líður ekki vel og þessi skrif sem hafa verið bæta ekki líðan þeirra.

Von mín er sú að með þessari yfirlýsingu skoði fólk málin og athugi það að það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum.

Sigríður H. Sigurðardóttir."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Versnandi veður í kortunum

06:49 Nú snýst aftur í norðægar áttir með éljum og kólnandi veðri. Bæði getur fryst á blauta vegi víða um land og einngi má búast við skafrenningi, einkum norðan og austanlands. Meira »

Hafmeyjan hvílir á botni Tjarnarinnar

05:30 Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson féll af stalli sínum í Reykjavíkurtjörn í óveðrinu sem gekk yfir í byrjun nóvember síðastliðins. Meira »

Vantar tvö þúsund íbúðir

05:30 Samtök atvinnulífsins telja að í árslok 2016 hafi skort a.m.k. tvö þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í nýrri greiningu frá efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins Meira »

RÚV hefur frestað afborgunum af láni

05:30 Hagnaður af rekstri RÚV mun að óbreyttu ekki duga til að greiða niður allar skuldir félagsins. RÚV skuldaði um 5,9 milljarða um mitt þetta ár. Meira »

Kosningaferli endurtekið frá byrjun

05:30 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að ógilda kosningu vígslubiskups í Skálholtsumdæmi og einnig tilnefningar til vígslubiskupskjörs sem áður höfðu farið fram. Meira »

Grunnur borgarlínu veikur

05:30 Margt í tillögum um borgarlínu byggist á veikum grunni og gæti svo farið að farið verði út í mjög vafasamt samgöngukerfi.  Meira »

Andlát: Þröstur Sigtryggsson skipherra

05:30 Þröstur Sigtryggsson skipherra lést síðastliðinn laugardag, 9. desember. Hann var fæddur 7. júlí 1929, sonur hjónanna Hjaltlínu Margrétar Guðjónsdóttur, kennara og húsfreyju frá Brekku á Ingjaldssandi, og séra Sigtryggs Guðlaugssonar, prests og skólastjóra á Núpi í Dýrafirði. Bróðir Þrastar var Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri. Meira »

Árangur í baráttunni

05:30 Baráttan gegn spillingu á Íslandi hefur skilað árangri en þörf er á meira gagnsæi í upplýsingum um fjármál þingmanna.  Meira »

Fyrsta nýsmíðin fyrir Vísismenn frá byrjun

05:30 Forsvarsmenn Vísis hf. í Grindavík skrifuðu í gær undir samning um nýsmíði á 45 metra löngu og 10,5 metra breiðu línuskipi við skipasmíðastöðina Alkor í Póllandi. Meira »

Ögurvík endurnýjar Vigra RE-71

05:30 Útgerð Ögurvíkur hefur ákveðið að setja frystitogarann Vigra RE 71 á sölu. „Við héldum fund með áhöfninni í sl. viku, skipið er í slipp núna. Við tilkynntum að við hefðum hug á að endurnýja skipið, þ.e. setja Vigra á sölu og finna annað skip í staðinn.“ Meira »

Þrír árekstrar á Akureyri í kvöld

Í gær, 23:14 Þrír árekstrar hafa orðið með skömmu millibili á Akureyri í kvöld, en glerhált er á götum bæjarins eftir að snögghlýnaði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Að minnsta kosti einn áreksturinn, á gatnamótum Borgarbrautar og Glerárgötu, var töluvert harður, en lítil sem engin slys urðu á fólki. Meira »

Skúli Mogensen Markaðsmaður ársins

Í gær, 22:06 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air er Markaðsmaður ársins 2017, en það var samhljóða álit dómnefndar ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi, sem veitti Markaðsverðlaunin 2017 á Kjarvalstöðum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Skúla verðlaunin. Meira »

Þau hljóta Kraumsverðlaunin 2017

Í gær, 21:29 Kraumsverðlaunin voru afhent í tíunda sinn nú rétt í þessu á veitinga- og tónleikastaðnum Bryggjunni. Sex hljómsveitir og listamenn hlutu Kraumsverðlaunin í ár. Á meðal verðlaunahafanna eru fjórir kvenkyns listamenn og ein hljómsveit, Cyber, sem aðeins er skipuð konum. Meira »

Ráðist til atlögu við sífellt grárri tilveru

Í gær, 21:02 Norska litafræðingnum Dagny Thurmann-Moe finnst kominn tími á litabyltingu. Í nýútkominni bók sinni, Lífið í lit, gerir hún grein fyrir hvernig litanotkun getur stuðlað að heilnæmu umhverfi í góðu jafnvægi sem og þeim áhrifum sem litir og litleysi hafa á vort daglega líf. Meira »

Starfsfólki sagt upp á hverju ári

Í gær, 20:33 Starfsfólki í mötuneyti og á kaffistofum Háskóla Íslands er gjarnan sagt upp störfum á vorin og svo endurráðið að hausti. Dæmi eru um að eldri konur hafi starfað með þessum hætti áratugum saman. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Meira »

„Meirihluti íslenskra kvenna hórur“

Í gær, 21:10 Babtistaprestinum Steven L. Anderson í Arizona hefur lengi verið í nöp við Íslendinga. Nú hefur hann sent mynd á íslenska fjölmiðla þar sem hann rekur í löngu máli hvað sé að íslensku þjóðinni en þá einna helst lauslæti. Myndin var einnig sett á Youtube fyrir skömmu og hefur fengið 22 þúsund áhorf. Meira »

Heppinn miðaeigandi fékk 70 milljónir

Í gær, 20:54 Úlfar Gauti Haraldsson, rekstarstjóri flokkahappdrættis Háskóla Íslands, þurfti að beita öllum sínum sannfæringarkrafti til að fá vinninghafann til að trúa fréttunum þegar hann hringdi í hann. „Þegar viðkomandi vissi upphæðina þá bað hann mig um að hinkra aðeins því hann vildi setjast niður.“ Meira »

Tólf bjargað við hrikalegar aðstæður

Í gær, 20:17 Sjötíu ár eru liðin frá einhverju frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar 12 skipverjum var bjargað úr enska togaranum Dhoon við Látrabjarg, við hrikalegar aðstæður í miklu hafróti. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Rexton 2016. Á frábæru verði 3,990,000-
Vorum að fá inn SSangyong Rexton 2016 ekinn 50þús km, sjálfskiptur. Bíll byggðu...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21...
Vasahandbók veislustjórans
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...