Tímabundin atvinnuleyfi í Manitoba

Ásta R. Jóhannesdóttir og Nancy Allen.
Ásta R. Jóhannesdóttir og Nancy Allen.

Stjórnvöld í Manitobafylki munu gefa út tímabundin atvinnuleyfi fyrir faglærða Íslendinga samkvæmt samkomulagi, sem stjórnvöld á Íslandi og í Manitoba hafa gert með sér. Mun útgáfa atvinnuleyfanna ráðast af þörf atvinnulífsins í Manitoba.

Kynningarfundur um atvinnutækifæri í Kanada, einkum Manitoba, verður haldinn 13. mars í Öskju, náttúrufræði Háskóla Íslands.

Íslensk stjórnvöld ætla að hafa milligöngu um samskipti milli kanadískra atvinnurekenda og atvinnuleitenda hérlendis. Í þessu felst m.a. að kanadískir atvinnurekendur upplýsa stjórnvöld ytra um að þeir óski eftir fólki til starfa og hins vegar að atvinnuleitendur hér á landi upplýsi innlend stjórnvöld um að þeir séu reiðubúnir til að ráða sig til starfa í Manitoba.  Stjórnvöld sjá síðan um að koma á sambandi milli atvinnurekenda og atvinnuleitenda.

Fram kom á blaðamannafundi, sem þær Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félagsmálaráðherra, og Nancy Allen, ráðherra atvinnu- og innflytjendamála í Manitioba, héldu í dag að Íslendingar, sem fá vinnu í Kanada, og fjölskyldur þeirra verða sjúkratryggð frá fyrsta degi, börnum þeirra standi til boða að sækja skóla og mökum tryggð atvinnuleyfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert