Flúði til Íslands undan þrældómi

mbl.is

Hann fæddist í Karíbahafinu, sonur dansks landstjóra og konu frá Ghana. Var fluttur eins og hver önnur „nýlenduvara“ til Danmerkur, tólf ára að aldri, síðan hundeltur og lögsóttur af danskri ekkju föður síns, tók þátt í sjóorrustu Dana við Englendinga, en hvarf að lokum sjónum manna í Kaupmannahöfn eftir sögufræg réttarhöld um eignarhald á fólki.

Réttarhöld þar sem einungis þeir þrælar sem höfðu verið skírðir gátu borið vitni, því að öðrum kosti voru þeir ekki taldir persónur samkvæmt dönskum lögum.

Þannig er í stuttu máli forsaga þess að Hans Jónatan, eins og hann nefndi sig, settist að á Djúpavogi og gerðist verslunarmaður. Á Austfjörðum hitti hann íslenska stúlku, kvæntist og gerðist bóndi.

Gísli Pálsson mannfræðingur rekur sögu Hans Jónatans í Lesbókinni í dag og segir lífshlaup hans enduróma umræður nútímans um fjölmenningu, kynþáttahyggju, nýlendustefnu og þrælahald. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert