Allur sjáanlegur eldur slökktur

mynd/Ómar Örn Smith

Allur sjáanlegur eldur hefur nú verið slökktur í á þaki hússins við Síðumúla 34 þar sem mikill eldur blossaði upp nú síðdegis. Alls voru um 30 manns í húsinu og náðu þau öll að forða sér út þegar vart varð reykjarlyktar svo ekkert manntjón varð.

Að sögn slökkviliðsins eru nú verið að yfirfara húsið, leita að glæðum og fullvissa sig um að eldur geti ekki fæðst að nýju. Þá eru skemmdir yfirfarðar og munum forðað út úr húsinu til að koma í veg fyrir vatnsskemmdir.

Talið er að eldsupptök hafi verið í tjöruvinnu við viðgerðir á þaki hússins en það hefur ekki verið endanlega staðfest. Gassprenging varð á þakinu þegar kútur sem notaður var til að bræða tjöruna sprakk. Í fyrstu var talið að fólk hefði flúið upp á þak undan eldinum en síðar kom í ljós að þar voru á ferðinni verkamenn sem voru á staðnum áður en eldurinn kviknaði. Þeir eru óhultir líkt og þeir sem innandyra voru.

Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn og gekk fljótt fyrir sig að ná tökum á eldinum og kveða hann niður.

Mikill eldur logaði á þaki hússins.
Mikill eldur logaði á þaki hússins. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert