Dregur úr fjölgun atvinnulausra

Jóhanna Sigurðardóttur og Steingrímur J. Sigfússon hafa haldið vikulega blaðamannafundi …
Jóhanna Sigurðardóttur og Steingrímur J. Sigfússon hafa haldið vikulega blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu. mbl.is/Rax

Mjög hefur dregið úr fjölgun atvinnulausra í þessum mánuði samanborið við sama tíma í febrúar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti nýjar upplýsingar um atvinnuástandið í ríkisstjórn í morgun.
 
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að nú liggi fyrir að fjölgun atvinnulausra fyrstu dagana í marsmánuði er nálægt helmingi minni en á fyrstu dögum febrúarmánaðar.

„Þetta er afar jákvætt. Hreyfingin á heildaratvinnuleysi á milli febrúar og mars er 0,2%. Sem betur fer eru jákvæð teikn sem við sjáum þarna," sagði Jóhanna á fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert