Beðið eftir Jóhönnu

Jóhanna með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fráfarandi formanni.
Jóhanna með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fráfarandi formanni. mbl.is/Ómar

Gríðarlegur þrýstingur er innan Samfylkingarinnar á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að gefa kost á sér sem næsti formaður flokksins.

„Þetta er ekki bara þrýstingur, miklu frekar háþrýstingur,“ sagði einn þingmanna flokksins sem rætt var við í gær. Hann taldi það jafnframt aðeins spurningu um daga hvenær Jóhanna gæfi skýr svör en flestir viðmælendur blaðsins töldu að hún myndi bíða með yfirlýsingar fram yfir prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi um næstu helgi. Verði afdráttarlaus stuðningur við Jóhönnu í forystusætið í Reykjavík eykur það líkurnar á að hún láti undan þrýstingnum og fari fram. Tíminn til stefnu er skammur, rúmar tvær vikur í landsfund og 45 dagar til kosninga hinn 25. apríl nk.

Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tilkynnti sl. sunnudag að hún væri hætt afskiptum af stjórnmálum í bili lét Jóhanna hafa eftir sér að hún gæfi ekki kost á sér í formanninn. Hún var spurð út í þessi mál á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær. Þar sagði hún að sér bæri skylda til að íhuga þær áskoranir sem hún hefði fengið frá flokksmönnum. Hún ætlaði ekki að taka sér langan tíma til íhugunar. Eru þessi orð túlkuð meðal sumra flokksmanna sem svo að hún muni á endanum fara fram.

N+anar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert